Vilja að próf heyri sögunni til Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Flow Education stefnir á að markaðssetja vöru sína í ágúst. Vísir/Eyþór Flow Education er lítill menntatæknisproti sem byrjaði starfsemi sína út frá rannsóknum þar sem sálfræði og tölvunarfræði var sameinuð í eitt. Fyrirtækið hefur verið að þróa nýtt einstaklingsmiðað námskerfi til að kenna börnum stærðfræði. „Við vorum með þetta í rannsóknum til að byrja með en niðurstöðurnar voru það jákvæðar að við urðum að halda áfram með verkefnið. Rannsóknin okkar sýnir fram á að við getum kennt börnun þrisvar til tólf sinnum hraðar en í núverandi námskerfi – þannig að að meðaltali gætum við kennt fyrsta og annan bekk á einu ári,“ segir Íris E. Gísladóttir hjá Flow Education. Ástæðan fyrir því að stærðfræðikennsla varð fyrir valinu er í fyrsta lagi vegna þess að stærðfræði er alþjóðleg og í öðru lagi vegna þess að stærðfræði er tungumál tæknigeirans, sem er á mikilli uppleið, á meðan stærðfræðiþekking er að versna. Kerfið er hins vegar í grunninn hægt að nota við kennslu hvaða námsefnis sem er. „Það sem við viljum gera er að hætta að láta próf og niðurstöður prófa vera markmiðið með skóla. Okkur langar að skólinn geri það að verkum að þú sért að læra – markmiðið sé að þú sért að skilja meira og læra hluti en ekki sá að þú sért að ná góðri einkunn á einhverju prófi.“ Kerfið þeirra samanstendur af námsleik, námsbók og innra kerfi sem vinnur allt saman sem heild. Leikurinn er hugsaður sem æfing fyrir nýja þekkingu sem fæst úr bókinni. Í leiknum flakka börnin um heim þar sem þau safna dýrum sem þau þurfa að hugsa um með því til dæmis að gefa þeim að borða. Dýrin stækka og þróast, þannig að dýrið sem þau næla sér í geta þróast í óvæntar og spennandi áttir. „Það sem er öðruvísi við námsbókina okkar er að hún er bara ætluð til að kenna nýja hluti – á meðan æfingin fer fram í námsleiknum. Leikurinn les í námsbókina þannig að þú ert alltaf að æfa það sem þú ert búin að vera að læra. Með því að færa æfinguna inn í námsleikinn, þá gerum það kleift að bæði að gera lærdóminn algjörlega einstaklingsmiðaðan: leikurinn les í barnið og við pössum upp á að dæmin séu ekki of erfið eða of létt, svo að barninu hvorki leiðist né gefist upp. Það gerir okkur líka kleift að hafa barnið í stöðugu símati í rauntíma: við erum alltaf að lesa það sem það er að gera og það fer inn í innra kerfið okkar. og þar geta annaðhvort kennarar eða foreldrar séð í rauntíma þróun og getu barnsins, til dæmis að barnið svari alltaf vitlaust þessari týpu af spurningu – þá getur maður verið „pro active“ í að kenna barninu það sem það svarar alltaf vitlaust í.“ Íris bendir á að í námskerfi því sem við notum í skólum í dag séu börnin alltaf yfirleitt prófuð í færni sinni í lok tímabilsins, þannig að ef það vantar upp á skilninginn er ekki hægt að impra á því nema takmarkað, heldur er bara haldið áfram – og barnið þá kannski með 50% af grunninum sem þarf fyrir næsta skref. „Þar af leiðandi erum við svolítið að búa til fimmu börn og sjöu börn og tíu börn – því ef þú kannt bara 50% af námsefninu í fyrsta, öðrum og þriðja bekk þá þarf eitthvað drastískt að gerast til að þú verðir tíu barn í sjöunda bekk. Við viljum að öll börn fái jöfn tækifæri til að þroskast á mismunandi hraða.“ Flow Education fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn síðasta sumar og tók þátt í Gullegginu sömuleiðis. „Við höfum fengið rosalegan stuðning frá því að taka þátt í Gullegginu og Startup Reykjavík – ótrúlegt hvað það opnaði margar dyr. Næsti markaður sem við ætlum inn á er Frakklandsmarkaður – og í gegnum Startup Reykjavík fengum við fund með einum af stærstu aðilunum sem geta komið okkur á markað þar og einnig tengingar við Bretland. Þannig að þetta gaf okkur rosalega mikið og gerir það að verkum að við erum að komast hraðar af stað en við hefðum gert ella.“ Flow Education hlaut einnig fyrirtækjastyrkinn Fræ frá Tækniþróunarsjóði í fyrra. Íris segir að þau ætli að setja vöruna sína á markað í ágúst næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Startup Reykjavík, en hraðallinn hefst 11. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Flow Education er lítill menntatæknisproti sem byrjaði starfsemi sína út frá rannsóknum þar sem sálfræði og tölvunarfræði var sameinuð í eitt. Fyrirtækið hefur verið að þróa nýtt einstaklingsmiðað námskerfi til að kenna börnum stærðfræði. „Við vorum með þetta í rannsóknum til að byrja með en niðurstöðurnar voru það jákvæðar að við urðum að halda áfram með verkefnið. Rannsóknin okkar sýnir fram á að við getum kennt börnun þrisvar til tólf sinnum hraðar en í núverandi námskerfi – þannig að að meðaltali gætum við kennt fyrsta og annan bekk á einu ári,“ segir Íris E. Gísladóttir hjá Flow Education. Ástæðan fyrir því að stærðfræðikennsla varð fyrir valinu er í fyrsta lagi vegna þess að stærðfræði er alþjóðleg og í öðru lagi vegna þess að stærðfræði er tungumál tæknigeirans, sem er á mikilli uppleið, á meðan stærðfræðiþekking er að versna. Kerfið er hins vegar í grunninn hægt að nota við kennslu hvaða námsefnis sem er. „Það sem við viljum gera er að hætta að láta próf og niðurstöður prófa vera markmiðið með skóla. Okkur langar að skólinn geri það að verkum að þú sért að læra – markmiðið sé að þú sért að skilja meira og læra hluti en ekki sá að þú sért að ná góðri einkunn á einhverju prófi.“ Kerfið þeirra samanstendur af námsleik, námsbók og innra kerfi sem vinnur allt saman sem heild. Leikurinn er hugsaður sem æfing fyrir nýja þekkingu sem fæst úr bókinni. Í leiknum flakka börnin um heim þar sem þau safna dýrum sem þau þurfa að hugsa um með því til dæmis að gefa þeim að borða. Dýrin stækka og þróast, þannig að dýrið sem þau næla sér í geta þróast í óvæntar og spennandi áttir. „Það sem er öðruvísi við námsbókina okkar er að hún er bara ætluð til að kenna nýja hluti – á meðan æfingin fer fram í námsleiknum. Leikurinn les í námsbókina þannig að þú ert alltaf að æfa það sem þú ert búin að vera að læra. Með því að færa æfinguna inn í námsleikinn, þá gerum það kleift að bæði að gera lærdóminn algjörlega einstaklingsmiðaðan: leikurinn les í barnið og við pössum upp á að dæmin séu ekki of erfið eða of létt, svo að barninu hvorki leiðist né gefist upp. Það gerir okkur líka kleift að hafa barnið í stöðugu símati í rauntíma: við erum alltaf að lesa það sem það er að gera og það fer inn í innra kerfið okkar. og þar geta annaðhvort kennarar eða foreldrar séð í rauntíma þróun og getu barnsins, til dæmis að barnið svari alltaf vitlaust þessari týpu af spurningu – þá getur maður verið „pro active“ í að kenna barninu það sem það svarar alltaf vitlaust í.“ Íris bendir á að í námskerfi því sem við notum í skólum í dag séu börnin alltaf yfirleitt prófuð í færni sinni í lok tímabilsins, þannig að ef það vantar upp á skilninginn er ekki hægt að impra á því nema takmarkað, heldur er bara haldið áfram – og barnið þá kannski með 50% af grunninum sem þarf fyrir næsta skref. „Þar af leiðandi erum við svolítið að búa til fimmu börn og sjöu börn og tíu börn – því ef þú kannt bara 50% af námsefninu í fyrsta, öðrum og þriðja bekk þá þarf eitthvað drastískt að gerast til að þú verðir tíu barn í sjöunda bekk. Við viljum að öll börn fái jöfn tækifæri til að þroskast á mismunandi hraða.“ Flow Education fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn síðasta sumar og tók þátt í Gullegginu sömuleiðis. „Við höfum fengið rosalegan stuðning frá því að taka þátt í Gullegginu og Startup Reykjavík – ótrúlegt hvað það opnaði margar dyr. Næsti markaður sem við ætlum inn á er Frakklandsmarkaður – og í gegnum Startup Reykjavík fengum við fund með einum af stærstu aðilunum sem geta komið okkur á markað þar og einnig tengingar við Bretland. Þannig að þetta gaf okkur rosalega mikið og gerir það að verkum að við erum að komast hraðar af stað en við hefðum gert ella.“ Flow Education hlaut einnig fyrirtækjastyrkinn Fræ frá Tækniþróunarsjóði í fyrra. Íris segir að þau ætli að setja vöruna sína á markað í ágúst næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Startup Reykjavík, en hraðallinn hefst 11. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira