Tékknesk snjóbrettastjarna skrifar ótrúlega sögu á Vetrarólympíuleikunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2018 06:00 Ester Ledecká sátt með gullið. vísir/getty Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira