Sport

„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“

Telma Tómasson skrifar
Árni Björn Pálsson.
Árni Björn Pálsson. Vísir

Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær og réðust úrslitin á lokametrunum.  Árni Björn hafnaði í öðru sæti með lokaeinkunn 7.63, en Flaumur er í greinilegri framför frá því hann kom fyrst fram á sjónarsvið í hestaíþróttakeppni í fyrra.

Flaumur er hreyfingamikill klárhestur sem Árni Björn hefur feiknatrú á að geti náð mjög langt eftir því sem hann eflist með markvissri þjálfun.  

„Hann er efnilegur í þetta. Ég ætla að þjálfa hann áfram og stefni með hann á Íslandsmót ...og svo sjáum hvernig hann þróast, hvernig þetta slípast til og hvernig gengur hvað verður svo....Við eigum eftir að berjast, þetta er rétt að byrja,“ sagði Árni Björn í viðtali við Fjölni Þorgeirsson þegar úrslit lágu fyrir.

Sjá má sýningu Árna Björns í forkeppninni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70  
2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63
3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50
3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50
5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17
6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07


Tengdar fréttir

„Gaman að komast í fyrsta sætið“

Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.