Sport

„Gaman að komast í fyrsta sætið“

Telma Tómasson skrifar
Jakob Svavar Sigurðsson.
Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir

Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani  í hestaíþróttum sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi í gærkvöldi.

Sýning Jakobs Svavars einkenndist af öryggi og góðu flæði. Hann hlaut hæstu einkunnir fyrir greitt tölt í A-úrslitum, en viðkvæmast var fetið í sýningu Jakobs Svavars. Lokaeinkunn Jakobs Svavars var 7.70, en hann er í liði Líflands í Meistaraeild Cintamani.

„Þetta var mjög gaman. Ég var engan veginn viss fyrir lokaatriðið, greitt tölt, fannst vera frekar á brattann að sækja, tölurnar rokkuðu þarna upp og niður...Við erum búin að vera í öðru og þriðja sæti áður, við Júlía, þannig að það er gaman að komast í fyrsta sætið,“ sagði Jakob Svavar í viðtali við Fjölni Þorgeirsson að keppni lokinni í gær.

Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá sýningu Jakobs Svavars í forkeppninni í meðfylgjandi mynskeiði.

Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70  
2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63
3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50
3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50
5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17
6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.