Lífið

Mikið fjör í kosningateiti Skúla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skúli ásamt Degi B. Eggertssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur.
Skúli ásamt Degi B. Eggertssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur.
​Það var líf og fjör í fjölmennu partý sem borgarfulltrúinn Skúli Helgason hélt í í Tjarnarbíói fimmtudaginn 1. febrúar.

Tilefnið var prófkjörsbarátta Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, en Skúli sækist eftir 3. sæti á lista flokksins.

Fjöldi stuðningsfólks Skúla mætti á svæðið og gladdist með honum, naut léttra veitinga og hlustaði á tónlist GDRN. GDRN er tónlistarverkefni Guðrúnar Ýrar Eyfjörð, Bjarka Sigurðarsonar og Teits Skúlasonar, en sá síðastnefndi er einmitt sonur frambjóðandans.

Hér að neðan má sjá myndir úr teitinu. 

Skúli Sigurður Ólafsson, Hallgrímur H. Helgason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og Helga Vala Helgadóttir, þingkona og systir Skúla.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, Valgarður Guðjónsson, söngvari í Fræbbblunum, Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju og fleiri.
GDRN: Guðrún Ýr og Bjarki.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingkona og framkvæmdastjóri tengsla við Háskólann í Reykjavík.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×