Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 17:04 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Vísir/Anton Brink Á morgun er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og af því tilefni býður Krabbameinsfélag Íslands almenningi í heimsókn í Skógarhlíð. Félagið skorar einnig á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum og hvetur almenning til að skrifa undir áskorun þess efnis. Alþjóðakrabbameinssamtökin hafa valið fjórða febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum. Nú er þriggja ára herferð samtakanna í hámarki en herferðin miðar að því að fækka þeim sem greinast með krabbamein og minnka byrðar af völdum krabbameins á samfélagið. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafi orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein og að almenningur geti haft áhrif á eigin heilsu með því að leggja áherslu á hreyfingu og hollt mataræði, taka þátt í skimun og þekkja einkenni krabbameina.Mikilvægt að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðarÞá skorar Krabbameinsfélagið á stjórnvöld að beita sér fyrir forvörnum sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta. „Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir í tilkynningunni. Félagið skorar á sveitarstjórnarfólk til að banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga, hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar, bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum og að auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingmenn og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta, banna reykingar á almannafæri, hefja skimun fyrir ristilkrabbameini og að setja skýra stefnu og aðgerðaráætlun í tóbaksvörnum og setja lög um rafrettur. Þá vill félagið einnig að tryggt verði að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og að komið verði í veg fyrir duldar auglýsingar.Kraftur fagnar deginum í HörpuKraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, fagnar deginum einnig með viðburði í Hörpu kl. 13:00-17:00. Þar fer fram lokahnykkur í fjáröflunarátaki Krafts þar sem almenningi er boðið að perla armbönd við lifandi tónlist. Krabbameinsfélagið stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða og láta verkin tala. Hægt er að skrifa undir hér. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Á morgun er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og af því tilefni býður Krabbameinsfélag Íslands almenningi í heimsókn í Skógarhlíð. Félagið skorar einnig á stjórnvöld að beita sér fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum og hvetur almenning til að skrifa undir áskorun þess efnis. Alþjóðakrabbameinssamtökin hafa valið fjórða febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum. Nú er þriggja ára herferð samtakanna í hámarki en herferðin miðar að því að fækka þeim sem greinast með krabbamein og minnka byrðar af völdum krabbameins á samfélagið. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafi orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein og að almenningur geti haft áhrif á eigin heilsu með því að leggja áherslu á hreyfingu og hollt mataræði, taka þátt í skimun og þekkja einkenni krabbameina.Mikilvægt að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðarÞá skorar Krabbameinsfélagið á stjórnvöld að beita sér fyrir forvörnum sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta. „Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir í tilkynningunni. Félagið skorar á sveitarstjórnarfólk til að banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga, hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar, bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum og að auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu svo eitthvað sé nefnt. Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingmenn og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta, banna reykingar á almannafæri, hefja skimun fyrir ristilkrabbameini og að setja skýra stefnu og aðgerðaráætlun í tóbaksvörnum og setja lög um rafrettur. Þá vill félagið einnig að tryggt verði að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og að komið verði í veg fyrir duldar auglýsingar.Kraftur fagnar deginum í HörpuKraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, fagnar deginum einnig með viðburði í Hörpu kl. 13:00-17:00. Þar fer fram lokahnykkur í fjáröflunarátaki Krafts þar sem almenningi er boðið að perla armbönd við lifandi tónlist. Krabbameinsfélagið stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða og láta verkin tala. Hægt er að skrifa undir hér.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira