Lærðu að keyra eins og Íslendingur Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. febrúar 2018 13:00 Úti á landi er alltaf nákvæmlega svona veður. Fréttablaðið/Stefán Keyrðu eins og landsbyggðarbúiSkefur ekki af rúðum Úti á landi er snjór í að minnsta kosti níu mánuði ársins. Því eru allir vanir því að koma út á morgnana og þurfa að grafa eftir bílnum sínum. Þá er fólk ekkert að eyða tíma í óþarfa eins og að skafa af rúðunum eða sópa snjóhólinn af þakinu – vinnan bíður! Það er ekki óalgengt að sjá hvíta snjóhóla keyra um götur bæja út á landi með litla rifu í augnhæð á framrúðunni sem bílstjórinn notar til að sjá út, ekki ósvipað og á skriðdreka beint úr fyrri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfara er svo að sjá landsbyggðarfólk sem nennir ekki einu sinni rifunni og keyrir bara með hurðina opna og horfir þar út.Talar digurbarkalega um aksturinnFólk utan af landi sem býr í höfuðborginni þekkir maður á því að það er sífellt að öskur-tala um hversu lítið mál það sé að keyra í snjó og hvað Reykvíkingar séu lélegir í hinni miklu list sem það að keyra bíl er. Af tali einhvers að norðan að dæma mætti halda að akstur í snjó krefðist meistaragráðu en sé ekki eitthvað sem fólk lærir á nokkrum mánuðum við 17 ára aldur.Keyrir 200 metra í vinnunaÚti á landi eru vegalengdir svo bara 200-300 metrar þannig að allur digurbarki er hálf undarlegur.Keyrðu eins og höfuðborgarbúiEr á sumardekkjumHelsta ástæðan fyrir því að allt stoppar þegar það snjóar örlítið í borginni er sú að fólk er spólandi á jafnsléttu enn með sumardekkin undir á meðan aðrir keyra bara á sínum venjulega 40-50 kílómetrum yfir hámarkshraða og skilja ekkert þegar bremsan virkar ekki eins og skyldi og þau dúndra aftan á næsta mann/ljósastaur/út í sjó.Er gríðarlega hissa yfir snjónumHöfuðborgarbúar láta alltaf eins og það sé kraftaverk þegar það snjóar á Íslandi, á veturna. Síminn stoppar ekki því að fólk er stöðugt að senda snöpp af snjókomunni eða tísta um hvað það persónulega er óheppið að hafa þurft að skafa af framrúðunni um morguninn, eins og það sé aðalhetja lífsins.Skiptir um akreinar í umferðarteppumHöfuðborgarbúar gera fátt annað en að dúsa í umferðarteppum og því er alveg ótrúlegt hversu lélegir þeir eru í faginu. Fæstir hafa hugmynd um hvaða akrein sé best að vera á þrátt fyrir að hafa keyrt sömu leiðina á hverjum degi síðustu 10 árin og eru því í sífellu að troðast á milli yfirfullra akreinanna, eins og það að lenda á vitlausri akrein leiði þau í margra ára ferðalag eins og Ódysseifur forðum daga.vísir/pjetur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Keyrðu eins og landsbyggðarbúiSkefur ekki af rúðum Úti á landi er snjór í að minnsta kosti níu mánuði ársins. Því eru allir vanir því að koma út á morgnana og þurfa að grafa eftir bílnum sínum. Þá er fólk ekkert að eyða tíma í óþarfa eins og að skafa af rúðunum eða sópa snjóhólinn af þakinu – vinnan bíður! Það er ekki óalgengt að sjá hvíta snjóhóla keyra um götur bæja út á landi með litla rifu í augnhæð á framrúðunni sem bílstjórinn notar til að sjá út, ekki ósvipað og á skriðdreka beint úr fyrri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfara er svo að sjá landsbyggðarfólk sem nennir ekki einu sinni rifunni og keyrir bara með hurðina opna og horfir þar út.Talar digurbarkalega um aksturinnFólk utan af landi sem býr í höfuðborginni þekkir maður á því að það er sífellt að öskur-tala um hversu lítið mál það sé að keyra í snjó og hvað Reykvíkingar séu lélegir í hinni miklu list sem það að keyra bíl er. Af tali einhvers að norðan að dæma mætti halda að akstur í snjó krefðist meistaragráðu en sé ekki eitthvað sem fólk lærir á nokkrum mánuðum við 17 ára aldur.Keyrir 200 metra í vinnunaÚti á landi eru vegalengdir svo bara 200-300 metrar þannig að allur digurbarki er hálf undarlegur.Keyrðu eins og höfuðborgarbúiEr á sumardekkjumHelsta ástæðan fyrir því að allt stoppar þegar það snjóar örlítið í borginni er sú að fólk er spólandi á jafnsléttu enn með sumardekkin undir á meðan aðrir keyra bara á sínum venjulega 40-50 kílómetrum yfir hámarkshraða og skilja ekkert þegar bremsan virkar ekki eins og skyldi og þau dúndra aftan á næsta mann/ljósastaur/út í sjó.Er gríðarlega hissa yfir snjónumHöfuðborgarbúar láta alltaf eins og það sé kraftaverk þegar það snjóar á Íslandi, á veturna. Síminn stoppar ekki því að fólk er stöðugt að senda snöpp af snjókomunni eða tísta um hvað það persónulega er óheppið að hafa þurft að skafa af framrúðunni um morguninn, eins og það sé aðalhetja lífsins.Skiptir um akreinar í umferðarteppumHöfuðborgarbúar gera fátt annað en að dúsa í umferðarteppum og því er alveg ótrúlegt hversu lélegir þeir eru í faginu. Fæstir hafa hugmynd um hvaða akrein sé best að vera á þrátt fyrir að hafa keyrt sömu leiðina á hverjum degi síðustu 10 árin og eru því í sífellu að troðast á milli yfirfullra akreinanna, eins og það að lenda á vitlausri akrein leiði þau í margra ára ferðalag eins og Ódysseifur forðum daga.vísir/pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira