Stálu aðeins humri en létu þorskhnakka vera Benedikt Bóas skrifar 9. febrúar 2018 08:00 Á þessu skjáskoti úr öryggismyndavél má sjá, óljóst, einn þjófanna. Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira