Sport

Freydís fór með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir fer hér fyrir íslenska hópnum.
Freydís Halla Einarsdóttir fer hér fyrir íslenska hópnum. Vísir/Getty
Freydís Halla Einarsdóttir og félagar hennar í íslenska Ólympíuliðinu á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang eru komin inn á leikvanginn og allt gekk vel.

Ísland var 44. þjóðin sem kom inn á leikvanginn, á eftir Argentínu en á undan Írlandi. Alls taka 92 þjóðir þátt í leikunum ef við teljum Kóreu sem bæði Suður- og Norður-Kóreu. Kóreski hópurinn kom inn á völlinni í einu lagi.  

Íslensku keppendurnir á leikunum eru auk Freydísar Höllu Einarsdóttur þau Elsa Guðrún Jónsdóttir, Isak S. Pedersen, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason.

Freydís Halla Einarsdóttir er keppandi í alpagreinum eins og Sturla Snær en hin þrjú keppa í síðagöngu.

Móthaldarar buðu upp á nýung á setningarhátíðinni að þessu sinni og því þurftu fánaberarnir að fara í sérstaka myndatöku.

Áður en Freydís Halla gekk á undan íslenska hópnum inn á leikvanginn þá fór hún fyrst með íslenska fánann í 360 gráðu myndavél eins og sést hér fyrir neðan.







Hér fyrir neðan býður Alþjóðaólympíunefndin íslenska hópinn velkomin til leiks á leikana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×