Sport

Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni.
Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni. Vísir/Getty

Fjöldi stúlkna sem íþróttalæknirinn Larry Nassar er talinn hafa misnotað kynferðislega hefur hækkað upp í 265 stúlkur, samkvæmt dómara í Michigan ríki.



Búist er að við að minnst 65 fórnarlömb hans muni halda ræðu í dómsal í vikunni þegar þriðju réttarhöldin yfir honum fara fram. Nassar var í síðustu viku dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar eftir að rúmlega 150 konur báru vitni gegn honum. Þá afplánar hann nú 60 ára dóm fyrir vörslu á barnaníðsefni. Nassar hefur óskað eftir því að fá að víkja úr dómsal þegar stúlkurnar bera vitni gegn honum vegna þess að það sé honum of erfitt. Dómari hefur neitað þeirri beiðni. 



Málið sem nú er tekið fyrir varðandi brot gegn skjólstæðingum hans í bakherbergi í aðstöðu fimleikaflokksins Twistars í Dimondale í Michigan.



Nassar játaði í nóvember á síðasta ári að hafa brotið gegn stúlkum sem hann átti að veita læknisþjónustu. Minnst ein stúlknanna var yngri en 13 ára og aðrar tvær voru 15 og 16 ára þegar brotin áttu sér stað



„Við höfum 265 fórarlömb og ótal fórnarlömb í ríkinu, landinu og um allan heim,“ sagði Janice Cunningham dómari í dag.



Glæpamaður af verstu sort

Fyrsta fórnarlambið í ræðustól í dómsal var hin 17 ára gamla Jessica Thomashow sem segir Nassar hafa misnotað sig þegar hún var 9 ára.



„Larry Nassar er illur,“ sagði hún. „Larry Nassar er glæpamaður af verstu sort.“



Búist er við því að Nassar verði dæmdur í 25 til 40 ára fangelsi til viðbótar í vikunni ofan á þá dóma sem hann hefur þegar hlotið.



Öll stjórn bandaríska fimleikasambandsins hefur sagt af sér í kjölfar máls Nassar. Talið er að hann hafi brotið gegn minnst 130 stúlkum í Texas í æfingabúðum bandaríska fimleikasambandsins. Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, hefur farið fram á að starfsemi búðanna verði rannsökuð.


Tengdar fréttir

Nassar dæmdur í 175 ára fangelsi

Larry Nassar, fyrrum læknir bandaríska fimleikasambandsins, var í dag dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á fjölda stúlkna.

Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér

Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×