Rukka enn fjölskyldu fyrir „meðferð“ hjá níðingnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 11:00 Ólympíumeistararnir Simone Biles og Alexandra Raisman eru líka fórnarlömb Nassar. Vísir/Getty Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira
Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Sjá meira