Sport

„Skrímslið“ misnotaði fimleikastúlkurnar fyrir framan aðra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mattie Larson grét er hún sagði sögu sína.
Mattie Larson grét er hún sagði sögu sína.
Fimleikalæknirinn og barnaníðingurinn Larry Nassar fær að vita örlög sín í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hans.

Alls hafa 158 konur sakað hann um að beita sig kynferðislegu ofbeldi en hann var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins um árabil og misnotaði á þeim tíma fjöldan allan af stúlkum, þar á meðal margfalda Ólympíumeistara.

Hver stúlkan á fætur annarri hefur mætt í réttarsalinn í Michiganríki og sagt sína sögu. Sumar hafa fyrirgefið Nassar og biðja fyrir honum og fjölskyldu hans en aðrar eru eðlilega bálreiðar.

Átakanlegt hefur verið fyrir alla að fylgjast með konunum berjast við það að segja sögu sína í gegnum tárin. Ljóst er að Nassar mun ekki verða aftur frjáls maður þar sem hann er nú þegar á leið í steininn í 60 ár fyrir vörslu barnakláms.

Að neðan má sjá Mattie Larsson gefa vitnisburð í dómssal vegna málsins.

Mattie Larson, fyrrverandi Bandaríkjameistari í fimleikum, var ekki á því að fyrirgefa Nassar eða biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Þvert á móti sagðist hún „fokking hata“ Nassar fyrir það sem hann gerði henni.

Læknirinn misnotaði Larson, sem er 25 ára í dag, meðal annars í stofunni á Karolyi-búgarðinum þar sem bandaríska fimleikalandsliðið æfir í Texas. Það gerði hann oft þegar að þjálfararnir voru inn í sama herbergi.

„Ef hann er að gera þetta fyrir framan vini mína þá getur þetta ekki verið það sæmt?“ sagði Larson er hún rifjaði upp hvernig henni leið á þessum tíma.

„Larry, þú varst á eini sem ég treysti en á endanum varst þú hættulegasta skrímslið af þeim öllum. Þú breyttir íþróttinni sem ég elska í algjört helvíti.“

„Ég get ekki komið því í orð hvað ég hata þig fokking mikið. Engin verðlaun eða viðurkenningar eru þess virði að láta misnota sig,“ sagði Mattie Larson.

Frétt BBC um sjöunda dag réttarhaldanna má lesa hér.


Tengdar fréttir

Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér

Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×