Innlent

Um 400 bridgespilarar koma saman í Hörpu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá bridgehátíð árið 2009.
Frá bridgehátíð árið 2009. MYND/Jón Bjarni Jónsson.

Eitt stærsta bridgemót sem haldið hefur verið hér á landi, bridgehátíðin „Reykjavík Bridge Festival“, hefst í Hörpu í kvöld  og verður mótið sett kl. 19. Keppendur verða um 400, þar af um 160 erlendir.



Mótið er nú haldið í Hörpu í fyrsta skipti en 37 ár eru liðin frá því það var fyrst haldið. Það hefur til þessa ætíð verið á Hótel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir.



Allir bestu bridgespilarar Íslands taka þátt í mótinu, samkvæmt upplýsingum Bridgesambands Íslands, og jafnframt nokkrir af bestu bridgespilurum heims. Danir og Svíar koma með sterkar sveitir og Norðmenn fjölmenna.



Mótið stendur til sunnudags, 28. janúar til klukkan 18, en þá fer fram verðlaunaafhending. Áhorfendur er velkomnir á staðinn til að fylgjast með.



Sýnt verður frá mótinu á hhttp://www.bridgebase.com.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×