Tekur áramótaheitið á næsta stig Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. janúar 2018 10:30 Jakob ætlar sér meðal annars að læra að súrsa grænmeti og taka lýsi á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars). Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars).
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira