Tekur áramótaheitið á næsta stig Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. janúar 2018 10:30 Jakob ætlar sér meðal annars að læra að súrsa grænmeti og taka lýsi á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars). Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem ég geri þetta. Þetta hefur gengið framar björtustu vonum ef svo má að orðum komast. Eins og má sjá á bloggsíðunni minni tókst mér að klára 33 markmið í fyrra og 39 í hittifyrra. Ég tel það nokkuð gott,“ segir Jakob Ómarsson, en hann hefur síðustu þrjú ár sett upp 52 atriða lista yfir markmið sín á árinu og bloggað um hvernig hann hefur svo fylgt þeim eftir. „Hugmyndin bak við þetta er sú að í staðinn fyrir að setja sér eitt markmið eða tvö, og klúðra þeim. Þá set ég mér markmið um að klára 52 hluti á árinu með von um að ná að klára einhverja af þeim. Mikla vinnu þarf til að ná sumum markmiðunum á meðan önnur tekur kannski nokkrar mínútur að klára. Viljastyrkur er ekki eining heldur vöðvi; með því að taka til í einum hlut byrja ég sjálfkrafa að vinna í þeim næsta. Sem dæmi að ef manneskja byrjar að mæta reglulega í ræktina þá bætist svefninn sjálfkrafa við og mataræðið oft líka. Það er ein ástæða þess að ég geri þetta með þessu fyrirkomulagi en svo kemur maður auðvitað fullt af hlutum í verk og upplifir ótrúlega skemmtilega hluti í leiðinni.“Finnurðu mun á þér eftir að þú byrjaðir? „Allan daginn – og ekki bara mun á mér, heldur, og nú tek ég mikið upp í mig, hefur þessi listi bara haft gífurleg áhrif á líf mitt. Ég tók ákvarðanir þar sem hefði verið rosalega auðvelt að vera bara á sófanum heima en í staðinn fór ég út fyrir þægindarammann og gerði eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Hugsaði svo bara „ég ætla að gera þetta, í versta falli verður þetta góð saga“. Til að mynda þá byrjaði ég aftur að leika mér í leiklist og ofan á það þá fór ég í MBA-nám. Listinn er ástæðan fyrir því að ég tók af skarið. Ég tók líka heilsuna í gegn en það væri allt of vítt til að fara á listann og því braut ég það niður í minni markmið eins og hlaupa 200 kílómetra á árinu. Einnig hef ég gert ótal margt skemmtilegt eins og að fara út að borða á Dill, samskiptamiðlalaus vika, hrósa ókunnugum, stofna bókaklúbb, taka mynd af árunni minni, vera vegan í viku og margt fleira.“Er planið að halda þessu áfram? „Algjörlega. Að því sögðu þá er hugmyndin á bak við þetta sú að ef ég hef ekki gaman af þessu lengur þá ætla ég bara að hætta. Ef þetta er ekki að skila sér í góðu eða einhverju sem ég hef gaman af – þá er ég hættur. Akkúrat núna hef ég ótrúlega gaman af þessu.“ Dæmi um hluti sem eru á listanum hans Jakobs fyrir árið í ár er t.d. að klára MBA-nám, byggja upp „six-pack“, taka sykurlausan mánuð, fara í sumarbústað, fasta, taka til skjölin í tölvunni og fleira. Einnig eru þarna óvenjulegri og eilítið persónulegri hlutir eins og að setja filmu í forstofugluggann svo að allir í heiminum geti ekki séð hann beran, þakka gömlum umsjónarkennara fyrir að hafa trú á sér og hjálpa sér við að halda sér við efnið í menntó, laga úlpuna sína og fara í DNA-próf til að komast að uppruna sínum. Fylgjast má með ævintýrum Jakobs á bloggsíðunni hans og á Snapchat (jakobomars).
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira