Innlent

DNA kom upp um þjófinn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tímamót urðu í sögu glæparannsókna hér á landi í síðustu viku þegar lögreglunni tókst að leysa gamalt innbrotsmál með því samkeyra DNA sýni við erfðaefnisskrá ríkislögreglustjóra. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tækni er notuð hér á landi til að leysa glæpamál.

Lögreglan hefur á síðustu þremur árum verið að byggja upp erfðaefnisskrá með lífsýnum frá dæmdum brotamönnum og fyrir ári síðan var byrjað samkeyra þenna gagnagrunn við lífsýni sem hafa fundist á glæpavettvangi.

Skjáskot/Stöð2
„Við getum sett inn  annars vegar sýni frá aðilum sem eru dæmdir fyrir ákveðin brot og hins vegar sýni frá vettvangi óupplýstra mála. Og þessa gagnagrunna keyrum við saman til að athuga hvort við getum upplýst gömul brot,“ segir Björgvin Sigurðsson hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það gerðist einmitt í fyrsta sinn hér á landi í síðustu þegar lögreglu tókst að leysa gamalt innbrotsmál með því að nota þessa aðferð.

„Í þessu tilviki var sýni frá þessu innbrotsmáli sem var óupplýst. Þegar þessi aðili var skráður inn og samkeyrsla var gerð þá kom í ljós að DNA snið þessa aðila passaði við DNA snið í þessu óupplýsta máli,“ segir Björgvin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.