Lögreglan hefur á síðustu þremur árum verið að byggja upp erfðaefnisskrá með lífsýnum frá dæmdum brotamönnum og fyrir ári síðan var byrjað samkeyra þenna gagnagrunn við lífsýni sem hafa fundist á glæpavettvangi.

„Í þessu tilviki var sýni frá þessu innbrotsmáli sem var óupplýst. Þegar þessi aðili var skráður inn og samkeyrsla var gerð þá kom í ljós að DNA snið þessa aðila passaði við DNA snið í þessu óupplýsta máli,“ segir Björgvin.