Segir að keyptar vinsældir muni heyra sögunni til Guðný Hrönn skrifar 6. janúar 2018 12:45 Andri starfar hjá Ghostlamp sem er fyrirtæki sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni. vísir/stefán Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“ Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Í vikunni voru fréttir um samfélagsmiðlastjörnur, eða fólk sem dreymir um að verða slíkar stjörnur, sem kaupa sér vinsældir á miðlum á borð við Instagram áberandi. Vinsældirnar eru í formi fylgjenda, „like-a“ og athugasemda á samfélagsmiðlum. Keyptir fylgjendur á samfélagsmiðlum eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og margir sem vissu ekki að hægt væri að kaupa slíkt. En Andri Birgisson, þróunarstjóri Ghostlamp, segir að æ fleira fólk sé að verða meðvitað um að þetta sé hægt. Hann spáir því að innan skamms muni fólk hætta að kaupa sér fylgjendur. „Við hjá Ghostlamp höfum lagt mikið upp úr því að greina hvort fylgjendur áhrifavalda séu alvöru eða ekki,“ segir Andri. Þegar hann er spurður út í hvort hann haldi að gervifylgjendur muni á einhverjum tímapunkti heyra sögunni til segir hann: „Já, og þetta hefur skánað mikið eftir að samfélagsmiðlarnir fóru að taka á þessu og eyða þessum gervifylgjendum. Þjónustum sem bjóða upp á gervifylgi hefur fækkað mikið í kjölfarið,“ útskýrir Andri sem er viss um að fólk sem notar samfélagsmiðla að staðaldri sjái í gegnum þá „áhrifavalda“ sem kaupa fylgjendur. „Ég held að ungt fólk sem notar samfélagsmiðla sé frekar meðvitað um að þetta sé hægt. Samkvæmt okkar gögnum er frekar auðvelt að greina þetta.“En af hverju kaupir fólk sér fylgjendur á samfélagsmiðlum, fólk sem er kannski nú þegar með stóran hóp fylgjenda? Andri segir hærri fylgjendatölu gjarnan þýða meiri tekjumöguleika. Þannig að sá sem er með t.d. 20.000 fylgjendur fær meira greitt fyrir að birta auglýsingu heldur en sá sem er með 5.000 fylgjendur svo dæmi sé tekið.„Í okkar reikniaðferð hefur fylgjendafjöldi áhrif á virði, en aðrir þættir hafa meira vægi eins og viðbrögð (e. „engagement“) við birtu efni.“ Til viðbótar við fylgjendafjölda og „engagement“ segir hnattræn staðsetning fylgjenda mikið. „Innan eðlilegra marka er ef stór samfélagsmiðlastjarna er með um 20% erlent fylgi. Í sumum flokkum getur þetta þó verið meira, þá sérstaklega hjá íþróttafólki. En ef staðsetning fylgjenda er mjög dreifð þá bendir það til þess að fylgi hafi verið keypt,“ segir Andri en þau hjá Ghostlamp nota sérstakan hugbúnað til að greina þessi atriði. Andri segir líka upplýsandi að fara inn á síður hjá gervifylgjendum, þá kemur yfirleitt strax í ljós hvað um ræðir. „Týpísk hegðun hjá gervinotanda er fylgja óeðlilega mörgum, hafa enga prófílmynd eða setja ekkert efni á sína síðu.“
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira