Rannsókn á meintum fjárdrætti á Siglufirði er nú á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Afl varð til við samruna tveggja sparisjóða. vísir/stefán Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Rannsókn héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglufjarðar, ætti að ljúka í næsta mánuði. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra sparisjóðsins, í síðasta mánuði. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í málinu. Tveir menn voru handteknir og þar á meðal Magnús í september 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rökstuddur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brotum Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08
Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna Embætti héraðssaksóknara gerði húsleit á fimm stöðum í bænum. Rannsóknin angi af stærra máli frá í fyrra. 2. desember 2016 06:00