Sumarspá Siggu Kling – Krabbinn: Peningamálin þín reddast 1. júní 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú þarft að hafa það í huga að mótlæti gerir þig merkilegri, það er eins og þú fáir ofurkraft þegar hindranir eru fyrir framan þig, en þegar ekkert slíkt er að gerast og allt er svo auðvelt þá ertu ekki að ná þeim árangri sem þú ættir að vera að gera. Þú ert búinn að vera í töluverðu streitutímabili og það er út af öðru fólki sem hefur annaðhvort þurft á þér að halda eða bara hreinlega verið að pirra þig, þetta gæti líka tengst veikindum á sjálfum þér eða öðrum. Þú hefur svo gaman að því að takast á við vafasamar aðstæður og munt alltaf snúa þeim aðstæðum bæði þér og öðrum í hag. Það eru svo margir að reyna að ná í þig núna og langar til að hitta þig, þú mátt ekki gleyma því fólki sem elskar þig, þótt þú sért á kafi í svo mörgu heldur skaltu snúa þér að því á þessu sumri að efla tengslin þín við þá sem þú hefur ekki séð eða heyrt í í töluverðan tíma. Þú átt það til að slá heimsmet í því að tala í símann, en oftast er það við sömu manneskjurnar, ég ætla samt alls ekki að segja það við þig þú eigir að sleppa símanum, nema þá það væri undir stýri. Í sumar áttu alls ekki að stíga á neina bremsu, þú átt að leyfa þér að láta hvatvísina ráða, því að þetta tímabil sem þú ert að fara inn á gefur þér mikil ævintýri og nýja staði til að njóta. Það býr í þér svolítill skemmtikraftur og allir elska að fá þig í partý, því þú ert hrókur alls fagnaðar og heillar alla upp úr skónum. Þegar þú verður ástfanginn þá er eins og hafið sé eldgos, þú elskar af svo miklum tilfinningahita og límir þig hreinlega við þann sem er svo heppinn að fá athygli þína, en svo geturðu snögglega misst áhugann en heldur samt áfram tengingunni algjörlega andlaus. Ástin er þannig að hún er ekki tengd spennu eða að líða þannig að maður sé með eldgos innan í sér, heldur er hún að líða vel í návist makans eða kærastans og þegar þú ert kominn á það stig að geta gjörsamlega verið þú sjálfur þá er það ástin. Þetta er ástarsumar hjá þér svo leyfðu þér bara að fljóta, reyndu ekki að hafa of mikil áhrif á ástina því þetta verður svo dásamlega skemmtilegt hvort sem þú ert á lausu eða í góðu sambandi. Peningamálin þín reddast á hárréttu augnabliki, en það stressar þig mikið, því þú ert ekki alveg viss um hvernig peningamálin ganga, en það skiptir engu máli hvað þú eyðir miklu því að allt á eftir að ganga. Það er að gerast líka í kringum þig að eitthvað sem þú ert búinn að gera eða ert að fara að gera vekur athygli, svo leyfðu þér bara að vera svolítið ánægður með þig því þú ert svo sannarlega átt eftir að verða heppinn og þetta verður allra besta sumar sem þú hefur séð í mörg ár. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú þarft að hafa það í huga að mótlæti gerir þig merkilegri, það er eins og þú fáir ofurkraft þegar hindranir eru fyrir framan þig, en þegar ekkert slíkt er að gerast og allt er svo auðvelt þá ertu ekki að ná þeim árangri sem þú ættir að vera að gera. Þú ert búinn að vera í töluverðu streitutímabili og það er út af öðru fólki sem hefur annaðhvort þurft á þér að halda eða bara hreinlega verið að pirra þig, þetta gæti líka tengst veikindum á sjálfum þér eða öðrum. Þú hefur svo gaman að því að takast á við vafasamar aðstæður og munt alltaf snúa þeim aðstæðum bæði þér og öðrum í hag. Það eru svo margir að reyna að ná í þig núna og langar til að hitta þig, þú mátt ekki gleyma því fólki sem elskar þig, þótt þú sért á kafi í svo mörgu heldur skaltu snúa þér að því á þessu sumri að efla tengslin þín við þá sem þú hefur ekki séð eða heyrt í í töluverðan tíma. Þú átt það til að slá heimsmet í því að tala í símann, en oftast er það við sömu manneskjurnar, ég ætla samt alls ekki að segja það við þig þú eigir að sleppa símanum, nema þá það væri undir stýri. Í sumar áttu alls ekki að stíga á neina bremsu, þú átt að leyfa þér að láta hvatvísina ráða, því að þetta tímabil sem þú ert að fara inn á gefur þér mikil ævintýri og nýja staði til að njóta. Það býr í þér svolítill skemmtikraftur og allir elska að fá þig í partý, því þú ert hrókur alls fagnaðar og heillar alla upp úr skónum. Þegar þú verður ástfanginn þá er eins og hafið sé eldgos, þú elskar af svo miklum tilfinningahita og límir þig hreinlega við þann sem er svo heppinn að fá athygli þína, en svo geturðu snögglega misst áhugann en heldur samt áfram tengingunni algjörlega andlaus. Ástin er þannig að hún er ekki tengd spennu eða að líða þannig að maður sé með eldgos innan í sér, heldur er hún að líða vel í návist makans eða kærastans og þegar þú ert kominn á það stig að geta gjörsamlega verið þú sjálfur þá er það ástin. Þetta er ástarsumar hjá þér svo leyfðu þér bara að fljóta, reyndu ekki að hafa of mikil áhrif á ástina því þetta verður svo dásamlega skemmtilegt hvort sem þú ert á lausu eða í góðu sambandi. Peningamálin þín reddast á hárréttu augnabliki, en það stressar þig mikið, því þú ert ekki alveg viss um hvernig peningamálin ganga, en það skiptir engu máli hvað þú eyðir miklu því að allt á eftir að ganga. Það er að gerast líka í kringum þig að eitthvað sem þú ert búinn að gera eða ert að fara að gera vekur athygli, svo leyfðu þér bara að vera svolítið ánægður með þig því þú ert svo sannarlega átt eftir að verða heppinn og þetta verður allra besta sumar sem þú hefur séð í mörg ár. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira