Vímuefnaneysla unglinga dregist saman en andlegri heilsu þeirra hrakar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. maí 2018 20:00 SIMBI, snemmtæk íhlutun í málefnum barna, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Vísir/Sigurjón Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Mikið hefur dregið úr áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga undanfarin ár en á sama tíma hefur andlegri heilsu þeirra hrakað. Félagsmálaráðherra telur að gera þurfi róttækar breytingar á barnaverndarlögum. Snemmtæk íhlutun í málefnum barna, eða SIMBI, var yfirskrift ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins sem fram fór í dag. Ráðstefnan markar upphafið af umfangsmiklu starfi sem framundan er í málefnum barna að sögn Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. „Það hefur verið mín skoðun frá fyrsta degi þegar ég kom í ráðherrastól að við þyrftum að gera mjög róttækar breytingar í barnaverndarmálum, við þyrftum að breyta barnaverndarkerfinu þannig að við séum að grípa fyrr inn í gagnvart börnum sem að eru í vanda og ég held að það sé að sannast hér í dag að það er gríðarlega mikilvægt að fara í þessa átt og gera þessar breytingar,“ segir Ásmundur. Ragnar Guðgeirson, ráðgjafi hjá Expectus, ásamt hópi sérfræðinga mun vinna að stefnumótun á sviði barnaverndar til ársins 2030. Hópurinn hefur tekið saman tölfræði yfir þróun undanfarinna ára og er ýmislegt sem athygli vekur. Þannig hefur tilkynningum til barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu og ofbeldis fjölgað en áhættuhegðun hefur farið dvínandi. Athygli vekur hve mikill vöxtur hefur orðið í tilkynningum sem tengjast sálrænu- og tilfinningalegu ofbeldi. Slík tilfelli má oft rekja til vímuefnavanda foreldra barnanna að sögn Ragnars. Á sama tíma hefur hlutfall tilkynninga um líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi nær staðið í stað.Ragnar Guðgeirsson, ráðhjafi hjá Expectus.Vísir/Sigurjón„Það sem við erum að sjá núna í nýjustu tölum, er gríðarlegur vöxtur í þunglyndi og kvíða og andlegri heilsu er að hraka hjá unglingum og það er kannski það sem að er sú breyta sem að við þurfum að horfa til í stefnumótun til næstu 10 ára,“ segir Ragnar. Sérstaklega á þetta við meðal stúlkna. Samkvæmt tölum fyrir árið 2016 telja 74% stráka á framhaldsskólaaldri sig vera við mjög góða eða góða andlega heilsu, en aðeins 57% stúlkna. Þá höfðu 45% stúlkna hugleitt að skaða sjálfa sig og 28% höfðu gert tilraun til þess. Þá höfðu 24% stráka íhugað sjálfsskaða og 11% valdið sér skaða. Undanfarna tvo áratugi hefur þróun vímuefnaneyslu unglinga þó verið í átt til betri vegar, eða svo virðist að minnsta kosti vera. „Það eru ekki til góðar mælingar, ekki svo okkur sé kunnugt um, um eiturlyfjanotkun í þessum harðari efnum. En það er samdóma álit engu að síður sérfræðinganna sem eru að vinna með mér í þessu að þessi hópur hafi minnkað en hann sé að búa við harðari heim,“ segir Ragnar. Hópurinn skilar niðurstöðum vinnu sinnar í haust og í framhaldinu verður metið hvaða breytingar þurfi að gera og þær bornar undir Alþingi að sögn ráðherra.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira