Lærðu að keyra eins og Íslendingur Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. febrúar 2018 13:00 Úti á landi er alltaf nákvæmlega svona veður. Fréttablaðið/Stefán Keyrðu eins og landsbyggðarbúiSkefur ekki af rúðum Úti á landi er snjór í að minnsta kosti níu mánuði ársins. Því eru allir vanir því að koma út á morgnana og þurfa að grafa eftir bílnum sínum. Þá er fólk ekkert að eyða tíma í óþarfa eins og að skafa af rúðunum eða sópa snjóhólinn af þakinu – vinnan bíður! Það er ekki óalgengt að sjá hvíta snjóhóla keyra um götur bæja út á landi með litla rifu í augnhæð á framrúðunni sem bílstjórinn notar til að sjá út, ekki ósvipað og á skriðdreka beint úr fyrri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfara er svo að sjá landsbyggðarfólk sem nennir ekki einu sinni rifunni og keyrir bara með hurðina opna og horfir þar út.Talar digurbarkalega um aksturinnFólk utan af landi sem býr í höfuðborginni þekkir maður á því að það er sífellt að öskur-tala um hversu lítið mál það sé að keyra í snjó og hvað Reykvíkingar séu lélegir í hinni miklu list sem það að keyra bíl er. Af tali einhvers að norðan að dæma mætti halda að akstur í snjó krefðist meistaragráðu en sé ekki eitthvað sem fólk lærir á nokkrum mánuðum við 17 ára aldur.Keyrir 200 metra í vinnunaÚti á landi eru vegalengdir svo bara 200-300 metrar þannig að allur digurbarki er hálf undarlegur.Keyrðu eins og höfuðborgarbúiEr á sumardekkjumHelsta ástæðan fyrir því að allt stoppar þegar það snjóar örlítið í borginni er sú að fólk er spólandi á jafnsléttu enn með sumardekkin undir á meðan aðrir keyra bara á sínum venjulega 40-50 kílómetrum yfir hámarkshraða og skilja ekkert þegar bremsan virkar ekki eins og skyldi og þau dúndra aftan á næsta mann/ljósastaur/út í sjó.Er gríðarlega hissa yfir snjónumHöfuðborgarbúar láta alltaf eins og það sé kraftaverk þegar það snjóar á Íslandi, á veturna. Síminn stoppar ekki því að fólk er stöðugt að senda snöpp af snjókomunni eða tísta um hvað það persónulega er óheppið að hafa þurft að skafa af framrúðunni um morguninn, eins og það sé aðalhetja lífsins.Skiptir um akreinar í umferðarteppumHöfuðborgarbúar gera fátt annað en að dúsa í umferðarteppum og því er alveg ótrúlegt hversu lélegir þeir eru í faginu. Fæstir hafa hugmynd um hvaða akrein sé best að vera á þrátt fyrir að hafa keyrt sömu leiðina á hverjum degi síðustu 10 árin og eru því í sífellu að troðast á milli yfirfullra akreinanna, eins og það að lenda á vitlausri akrein leiði þau í margra ára ferðalag eins og Ódysseifur forðum daga.vísir/pjetur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Keyrðu eins og landsbyggðarbúiSkefur ekki af rúðum Úti á landi er snjór í að minnsta kosti níu mánuði ársins. Því eru allir vanir því að koma út á morgnana og þurfa að grafa eftir bílnum sínum. Þá er fólk ekkert að eyða tíma í óþarfa eins og að skafa af rúðunum eða sópa snjóhólinn af þakinu – vinnan bíður! Það er ekki óalgengt að sjá hvíta snjóhóla keyra um götur bæja út á landi með litla rifu í augnhæð á framrúðunni sem bílstjórinn notar til að sjá út, ekki ósvipað og á skriðdreka beint úr fyrri heimsstyrjöldinni. Sjaldgæfara er svo að sjá landsbyggðarfólk sem nennir ekki einu sinni rifunni og keyrir bara með hurðina opna og horfir þar út.Talar digurbarkalega um aksturinnFólk utan af landi sem býr í höfuðborginni þekkir maður á því að það er sífellt að öskur-tala um hversu lítið mál það sé að keyra í snjó og hvað Reykvíkingar séu lélegir í hinni miklu list sem það að keyra bíl er. Af tali einhvers að norðan að dæma mætti halda að akstur í snjó krefðist meistaragráðu en sé ekki eitthvað sem fólk lærir á nokkrum mánuðum við 17 ára aldur.Keyrir 200 metra í vinnunaÚti á landi eru vegalengdir svo bara 200-300 metrar þannig að allur digurbarki er hálf undarlegur.Keyrðu eins og höfuðborgarbúiEr á sumardekkjumHelsta ástæðan fyrir því að allt stoppar þegar það snjóar örlítið í borginni er sú að fólk er spólandi á jafnsléttu enn með sumardekkin undir á meðan aðrir keyra bara á sínum venjulega 40-50 kílómetrum yfir hámarkshraða og skilja ekkert þegar bremsan virkar ekki eins og skyldi og þau dúndra aftan á næsta mann/ljósastaur/út í sjó.Er gríðarlega hissa yfir snjónumHöfuðborgarbúar láta alltaf eins og það sé kraftaverk þegar það snjóar á Íslandi, á veturna. Síminn stoppar ekki því að fólk er stöðugt að senda snöpp af snjókomunni eða tísta um hvað það persónulega er óheppið að hafa þurft að skafa af framrúðunni um morguninn, eins og það sé aðalhetja lífsins.Skiptir um akreinar í umferðarteppumHöfuðborgarbúar gera fátt annað en að dúsa í umferðarteppum og því er alveg ótrúlegt hversu lélegir þeir eru í faginu. Fæstir hafa hugmynd um hvaða akrein sé best að vera á þrátt fyrir að hafa keyrt sömu leiðina á hverjum degi síðustu 10 árin og eru því í sífellu að troðast á milli yfirfullra akreinanna, eins og það að lenda á vitlausri akrein leiði þau í margra ára ferðalag eins og Ódysseifur forðum daga.vísir/pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira