Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 19:30 Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög." Smálán Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög."
Smálán Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira