Kærasta Annie Mistar boðið á heimsleikana eftir að keppandi féll á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 22:53 Annie Mist Thorisdóttir. Vísir Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira