Sport

Handtekinn eftir að hafa labbað inn í hús hjá ókunnugu fólki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta mál gæti endað feril Kelly hjá Broncos.
Þetta mál gæti endað feril Kelly hjá Broncos. vísir/getty
NFL-leikstjórnandinn Chad Kelly hjá Denver Broncos var handtekinn í gær og kærður fyrir að hafa ráðist inn til ókunnugs fólks.

Atvikið átti sér stað klukkan eitt um nótt. Í fyrstu stóð Kelly fyrir utan húsið og hleypti sjálfum sér síðan inn. Er inn var komið fékk hann sér sæti í stofunni.

Heimilisfólki var að sjálfsögðu brugðið en virðist hafa áttað sig á því að leikstjórnandinn var slompaður því það skildist lítið af því sem hann var að segja.

Húsbóndinn lamdi hann að lokum í hnakkann með ryksugustút og henti leikstjórnandanum út. Kelly var svo handtekinn skömmu síðar í bíl sínum.

Kelly var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2017. Hann fékk smá tækifæri í leik Broncos um síðustu helgi. John Elway, framkvæmdastjóri Broncos, hefur rætt við leikmanninn og er sagður vera brjálaður út í hann.

Uppfært klukkan 16.03:

Kelly hefur verið rekinn frá Broncos.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×