Miklu meira en bara tónleikar Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Greta segir gleðina í hópnum hafa verið alveg einstaka á æfingum og hlakkar hvað mest til að sjá hana líka á stóra sviðinu. Vísir/Anton „Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira