Lífið

Mikið rokk og ról á túr með SSSól

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi mun fara yfir víðan völl á tónleikunum í september.
Helgi mun fara yfir víðan völl á tónleikunum í september.
„Þetta snýst alltaf um það að manni langar alltaf einu sinni að gera alvöru tónleika, eins og maður sér þessa stóru gera,“ segir Helgi Björnsson í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Helgi stendur fyrir stórtónleikum í Laugardalshöllinni í byrjun september en tilefnið er sextíu ára afmæli söngvarans.

„Í Laugardalshöllinni getur þú byggt þitt eigið svið og gert þetta svolítið flott. Svo ætlum við að nota allskonar element til að breyt íþróttahöllinni í tónleikastað og gera þetta mjög magnað. Þetta verða sitjandi tónleikar og fólk getur látið sér líða vel. Þetta verður geðveikt show.“

Helgi segir að erfitt sé að gera greinamun á hápunktum ferilsins.

„Það var rosalega gaman að túra með Síðan Skein Sól á sínum tíma. Þar sem menn voru að spila þrjú til fjögur kvöld á viku með rútuna klára. Maður hoppaði kannski upp í rútu á fimmtudagskvöldi og kom heim á sunnudagskvöldið. Þetta var svolítið rokk og ról.“

Hér má kynna sér tónleikana sjálfa en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.