Segir fjölgun ráðuneyta uppgjöf á hagræðingu og sparnaði Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 18:30 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira