Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 16:00 Sónar hefst á föstudaginn í Hörpunni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is. Sónar Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is.
Sónar Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira