Aukin sálfræðiaðstoð mikil framför fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:59 Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira