Aukin sálfræðiaðstoð mikil framför fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2018 18:59 Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún. Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Bjóða á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum upp á sálfræðiaðstoð á vettvangi í erfiðum og stórum útköllum. Þeir segja þetta mikla framför og sérstaklega fyrir þá starfsmenn sem vinna úti á landi sem ekki hafa haft greiðan aðgang að slíkri þjónustu áður. Í dag var undirritað nýtt samkomulag á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um aukinn sálfræðistuðning á landsvísu. Áhersla er lögð á fjóra mismunandi þætti og tengjast þeir allir því þegar slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn koma að erfiðum vettvangi þá eigi þeir greiða leið að sálfræðiþjónustu. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja samninginn stórt framfaraskref, sérstaklega fyrir þá sem vinna á landsbyggðinni og sinna eingöngu hlutastarfi. Sá hópur hefur ekki haft greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu áður. „Við erum að sjá eitt og annað í þessu starfi sem almenningur sér ekki. Sem reynir á okkur. Við erum öll með mismunandi þröskuld fyrir álaginu,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúklraflutningamanna.Vísir/Egill AðalsteinssonÁlagið oft ekki augljóst Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir samninginn byltingu því mikilvægt sé að andleg heilsa sé góð og bregðast þurfi skjótt við álagi sem fylgir ef vettvangur sé erfiður. „Kannski er mesta nýjungin sú að þegar það verða áföll þá er hægt að kalla sálfræðing á vettvang,” bendir Hermann á. Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði, mun sinna þjónustunni og segir samninginn viðurkenningu á að stéttin þurfi á þessu að halda því álag hafi augljóslega aukist. „Þannig að þeir geta allir í kjölfar ákveðinna atburða í samstarfi við sinn slökkviliðsstjóra fengið úrvinnslu. Það er oft erfitt að átta sig á nákvæmlega á því hvaða þættir það eru sem geta verið erfiðir fyrir ólíka einstaklinga. Það er ekkert alltaf sýnilegt slökkviliðsstjóra eða öðrum afhverju ákveðinn slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þarf að leita sér aðstoðar,” segir hún.
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira