Íslendingur handtekinn í Moskvu en náði leiknum gegn Argentínu Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 17:04 Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu um helgina. Ríkislögreglustjóri Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“ HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“
HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu