Íslendingur handtekinn í Moskvu en náði leiknum gegn Argentínu Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 17:04 Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu um helgina. Ríkislögreglustjóri Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“ HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í knattspyrnu var handtekinn í aðdraganda leiks Argentínu og Íslands í Moskvu fyrir óspektir. Hann var hluti af skipulagðri ferð frá Íslandi á leikinn. Snör handtök fararstjóra og aðstoð frá sendiráði Íslands í Moskvu urðu til þess að hann náði hinum sögulega leik. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra er annar tveggja íslenskra lögregulmanna í stjórnstöðinni í Moskvu. Þar eru fulltrúar allra þjóðanna sem keppa á HM, skiptast á upplýsingum og vinna saman að því að tryggja öryggi fólks í Rússlandi.Þessi stuðningsmaður Argentínu var ekki í neinu sérstöku stuði fyrir myndatöku.Ríkislögreglustjóri„Þetta er með svipuðu sniði og í Frakklandi,“ segir Tjörvi sem var í sambærilegri stjórnstöð í París á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Auk þeirra þriggja eru þrjú sem fara til borganna þar sem íslenska liðið keppir, þ.e. Moskvu, Volgograd og Rostov við Don. Alls samanlagt þrjár konur og tveir karlar í teymi íslenskra lögreglumanna í Rússlandi. Blaðamaður ræddi við Tjörva á sunnudaginn og sagði hann þá ekkert meiriháttar hafa komið upp, ef frá væri talin handtakan. „Auðvitað hafa komið upp mál sem snúa að miðasvikum og þjófnaði,“ segir Tjörvi. Engin tilfelli um Íslendinga hafi þó borist á hans borð. Tilkynningar um þjófnað til rússnesku lögreglunnar berist þó ekki endilega á hans borð þótt um Íslendinga hafi verið að ræða.Íslenska lögreglan á leiknum i Moskvu.RíkislögreglustjóriMesti munurinn á því sem var í Frakklandi segir Tjörvi að þá hafi mun fleiri verið á eigin vegum. Stór hluti í Rússlandi sé í skipulögðum hópferðum. Fólk komi út rétt fyrir leik og haldi svo heim stuttu eftir leik. „Það er ekki eins mikil samsöfnun af Íslendingum í Rússlandi eins og í Frakklandi,“ segir hann. Þar hafi fólk dvalið lengur, leigt sér hús og verið með fjölskylduna í sumarfríi. Hann segir allt hafa gengið ótrúlega smurt fyrir sig. Í stjórnstöðinni situr íslenska lögreglufólkið einmitt við hliðina á því argentínska. Þau skiptust á upplýsingum fyrir leikinn á laugardaginn.Tjöri Einarsson í stjórnstöðinni í Moskvu.Ríkislögreglustjórinn„Vorum í stöðugum samskiptum. Þeir vissu hvar íslenska stuðningsfólki yrði og við hvar þeir argentínsku myndu safnast saman. Þetta er vinalegt samstarf og mjög gagnlegt.“ Á meðan á leiknum stóð voru miklar tilfinningar, líka hjá lögreglufólki. „Ég varð sjálfum mér aftur að athlægi á þessu móti með viðbrögðum við leik í stjórnstöðinni, hoppandi og gargandi,“ segir Tjörvi léttur. Flestir séu spenntir fyrir sínu landi og það sjáist vel að fólki sé ekki sama þegar þjóðin sín spili. „En auðvitað er allt í bróðerni og vináttu.“
HM 2018 í Rússlandi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira