Lífið

Ellen grét þegar hún fékk afmælisgjöfina frá eiginkonu sinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ellen DeGeneres og Portia De Rossi
Ellen DeGeneres og Portia De Rossi Skjáskot/Youtube
Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hélt upp á sextugsafmæli sitt í sérstökum þætti af The Ellen Show. Portiu De Rossi eiginkonu hennar tókst svo sannarlega að koma henni á óvart með stórkostlegri gjöf. Portia mætti sem óvæntur gestur í afmælisþátt Ellenar og gaf henni afmælisgjöfina fyrir framan fullan sal af áhorfendum.

Portia spilaði myndband þar sem gjöfin var sýnd og báru tilfinningarnar þáttastjórnandann vinsæla ofurliði. Ellen grét þegar Portia útskýrði gjöfina og hitti hún augljóslega í mark.

„Hún skilur mig því þetta er besta gjöf sem nokkur gæti gefið mér,“ sagði Ellen eftir að hafa þurrkað burt tárin.





Portia ætlar að byggja sérstaka byggingu í nafni Ellenar á svæðinu þar sem Dian Fossey Gorilla Fund er staðsett í Rúanda. Þar verður aðstaða fyrir ferðamenn, menntun og vísindarannsóknir. Þannig getur Ellen aðstoðað við að vernda górillurnar í fjöllunum, líkt og hennar hetja, Dian Fossey, gerði. Portia stofnaði einnig The Ellen DeGeneres Wildlife Fund, sem er góðgerðarsjóður sem Ellen getur notað í hvaða verkefni sem hún hefur áhuga á að leggja lið. Portia sagði um gjöfina:

„Þessi gjöf varð að vera mjög sérstök, og standa fyrir allt sem þú ert og allt sem skiptir þig máli – ekki bara núna, heldur alltaf.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.