Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:00 Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira