Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2018 13:26 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og leikstjórinn Quentin Tarantino ásamt leikkonunni Golshifteh Farahani. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42
Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40