Sigur að segja frá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Árið hjá Sigrúnu hefur einkennst af átökum en líka persónulegum sigri. Fréttablaðið/Ernir Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Það var stór persónulegur sigur að fá viðurkenningu á reynslu minni af ofbeldi og að á mig var hlustað,“ segir Sigrún Sif Jóelsdóttir. Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi er á sunnudag og Sigrún leiðir gönguna í ár. Hún var ein þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í herferð UN Women gegn ofbeldi. „Þátttaka mín í herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sneri mínum mesta ósigri og niðurlægingu í lífinu upp í sigur. Það voru 240 þúsund manns og tólf menn sem hlustuðu á sögurnar og á söguna mína. Sagan mín endurspeglar raunveruleika svo margra kvenna,“ segir Sigrún. „Frá mínu sjónarhorni er það samstaða kvenna í baráttunni fyrir mannréttindum konunnar. Hún er eins og ölduveggur sem risið hefur hærra með hverri frásagnarbylgjunni og við mótlætið sem fylgir valdeflingu kvenna og hins kvenlæga. Þessi alda mun halda áfram að rísa og mun ekki brotna fyrr en hún flæðir yfir og við getum öll staðið á jafnsléttu. Ég er þá meðal annars að tala um frásagnir kvenna hér heima og um allan heim af því ofbeldi, áreitni og niðurlægingu sem konur og stúlkur þurfa að þola bara vegna þess að þær eru konur,“ segir hún. „Hér heima hef ég fylgst með því allt árið hvernig systur mínar í hóp Aktívista gegn nauðgunarmenningu hafa staðið saman gegn öllu ofbeldi á konum og krafist breytinga. Sama hvað hefur gengið á og það hefur nú ekki verið lítið og málin svo sorglega mörg. Við erum til staðar hver fyrir aðra hvort sem kona er að ganga í gegnum kæruferli, ofsóknir, fjölskyldan afneitar henni eða hugmyndafræðilega absúrd reiðir karlar eru að reyna að þagga niður í henni með ranghugmyndum sínum.“Hvert er meginstefið í hugvekjunni þinni? „Meginstefið í hugvekjunni er ofbeldi á konum og börnum og hvernig hið opinbera áfellist mæður sem greina frá heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi á börnum og sakar þær um að beita börnin og karla ranglæti með því að segja frá ofbeldinu. Hvaða afleiðingar það hefur fyrir þessar konur og börn. Mig langar að fólk velti því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkar samfélag og hvaða áhrif það myndi hafa á samfélagið ef mæður færu bara eftir þessum ofbeldisúrskurðum. Mig langar að fólk setji sig í spor þeirra mæðra og barna sem yfirvöld vilja þvinga inn í skaðlegar og jafnvel lífshættulegar aðstæður,“ segir Sigrún Sif og segir að í heimilisofbeldismálum þar sem faðir hefur beitt ofbeldi verði setning barnalaga um rétt barns til umgengni við báða foreldra að hættulegu valdatæki gegn þolendum. „Heimilisofbeldismál eru ekki deilumál. Það er ekki vænlegt til úrlausnar á ofbeldi að skilgreina það sem deilu. Einfeldningsleg afstaða þess yfirvalds sem grípur inn í líf fólks sem býr við ofbeldi tekur málstað gerandans þegar réttur hans til að beita ofbeldi er staðfestur,“ segir Sigrún Sif.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira