Öðruvísi fátækt í Reykjavík en Ekvador Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:30 „Ég man eftir því að hafa gengið úti á götu og þá fóru krakkar að herma eftir öpum.“ segir Kristbjörg Eva Andersen Ramos. Fréttablaðið/Anton Brink Kristbjörg Eva Andersen Ramos er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í Reykjavík og er yngst á lista, aðeins 21 árs gömul. Móðir hennar, Ines Maria, flutti til Íslands frá Ekvador fyrir 27 árum. „Mamma var gift manni sem tók þátt í róttækustu byltingu sem hefur átt sér stað í Ekvador. Hann var sendur í útlegð og mamma stóð ein eftir með son þeirra,“ segir Kristbjörg Eva frá um rætur sínar. Móðir hennar náði að klára háskólanám sitt í Ekvador en ákvað að leita tækifæra á Íslandi. „Til að fá betri atvinnu, tækifæri og betra líf. Það er ekkert líf að lifa í endalausri fátækt,“ segir hún og segir fátækt í Ekvador sárafátækt. Sem ekki hafi verið mögulegt að vinna sig upp úr. „Hún flutti hingað ein og fann sér vinnu. Henni fannst ganga vel, en var í raun beitt miklu óréttlæti. Hún vissi ekki um réttindi sín. Það tók töluverðan tíma fyrir hana að finna út úr því hvaða réttindi hún átti á íslenskum vinnumarkaði. Hún var bara svo ánægð að geta unnið fyrir sér. Hún þurfti líka að læra íslensku upp á eigin spýtur, eins og flestir aðrir á þessum tíma. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hana. Hún gerði þetta fyrir son sinn sem hún skildi eftir í heimalandinu,“ segir Kristbjörg Eva.Bróðir hennar, Alex Santiago, kom til Íslands fjórum árum seinna. „Hann fer beint í skóla og fær íslenskukennslu og ágæta aðstoð. Mamma og pabbi kynntust hjá Hjálpræðishernum þar sem þau unnu. Mömmu tókst svo að kaupa íbúð í Breiðholtinu og fjölskyldan flutti þangað. Svo fæddist ég,“ segir Kristbjörg Eva. Hvernig er það að vera Íslendingur af erlendum uppruna? „Eftir því sem ég varð eldri þá uppgötvaði ég betur og betur hvernig kerfið lítur á innflytjendur. Sem afgangsstærð. Kerfið hefur verið óréttlátt og lífsskilyrði margra sem hafa flust hingað og unnið hörðum höndum hafa verið erfið. Margt hefur batnað, en margt hefur versnað. Það er meiri hjálp í boði, en hún er fyrir útvalinn hóp. Útlendingastofnun bregst til dæmis stórum hópi sem hingað leitar eftir hjálp. Hælisleitendur búa við ömurlegar aðstæður. Geta ekki fengið heimsóknir og fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Sem samfélagi ber skylda til að veita. Það er skammarlegt,“ segir Kristbjörg Eva. „Ég er viss um að ef mamma mín og fleiri hefðu fengið betri aðstoð, hjálp og ráð, þá væru þau á betri stað andlega. Þess í stað voru þau einangruð. Í felum. Þannig er það oft í dag líka, sérstaklega á það við um innflytjendur sem eru að koma úr erfiðum aðstæðum.“Kristbjörg Eva segist hafa upplifað fordóma . „Fordómarnir voru bæði gagnvart mér og mínum kynþætti. Ég man eftir því að hafa gengið úti á götu og þá fóru krakkar að herma eftir öpum. Eða kalla mann illum nöfnum. Sem lítið barn á ekki að þurfa að heyra. Mamma lenti oft í þessu. Í strætó, úti á götu,“ segir Kristbjörg Eva sem segir áhrif slíkra fordóma leggjast þungt á sálina. „Í dag er fólk auðmýkra. Meðvitaðra. En samt vantar mikið upp á, fordómar eru víða í samfélaginu,“ segir Kristbjörg Eva og segir birtingarmyndirnar margvíslegar. Hún upplifði líka mikið efnahagslegt óöryggi. „Við unnum öll mikið til að hafa í okkur og á. Ég þurfti að fara að vinna um leið og ég gat. Og fannst það sjálfsagt. Ég var fjórtán ára gömul í garðyrkjuvinnu á vegum Reykjavíkurborgar, það var lítill peningur en hann hjálpaði samt foreldrum mínum sem þurftu hverja krónu. Það var farið mjög sparlega í það hvað var keypt í matinn og við eyddum ekki í okkur sjálf,“ segir Kristbjörg Eva. „Mamma vann mest, eins og brjálæðingur. Bróðir minn vann sem pitsusendill. Mömmu fannst mikilvægt að við ynnum með skóla. Hún þurfti sjálf að gera það sem ung stúlka. Hún ólst auðvitað upp í sárafátækt. Sem við þekkjum ekki hér á Íslandi. Hér er fátækt. En það er öðruvísi fátækt. Að fá að vinna er fyrir mömmu ákveðin lífsgæði,“ segir Kristbjörg Eva. „Mamma var einbeitt í því að gefa okkur betri framtíð og betra líf en hún átti sjálf. Hún varði okkur því oft fyrir því óréttlæti sem hún varð fyrir hér á landi.“Kristbjörg Eva segir Breiðholtið einna vanræktasta hverfi borgarinnar. „Það eru svæði í Breiðholti sem þurfa á lagfæringu að halda. Það þarf að spýta í lófana og bæta þjónustu við þá hópa sem búa við bág kjör. Ég væri til í að sjá menninguna blómstra, því í Breiðholti búa svo margir kraftmiklir einstaklingar sem eiga að fá aukinn aðgang að ákvarðanatöku í málefnum borgarinnar. Hingað til hefur áherslan verið á það að láta Breiðholtið líta vel út á yfirborðinu. Með því að mála veggi á blokkum hér og þar á listrænan hátt. Þegar fólkið í mörgum þessara blokka á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum fyrir sig og sína þá væri fjármagni borgarinnar betur varið í að aðstoða það fólk. Ef valið stendur á milli þess að gera málverk á blokkir eða hjálpa íbúunum er í mínum huga augljóst hvorn kostinn á að velja. Og ég er viss um hvað íbúarnir myndu velja, ef þeir hefðu val.“ Kristbjörg Eva kláraði stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. „Ég vissi alltaf að ég vildi gera eitthvað tengt stjórnmálum. Sjálfsagt tengist það upprunanum og sögu Ekvador. Byltingar, mótmæli, kröfugöngur. Mig langar til þess að taka þátt í samfélaginu og hjálpa þeim sem minna mega sín,“ segir Kristbjörg Eva. Eru þá stjórnmálin draumastarfið? „Draumastarfið mitt er það starf sem mér líður vel í, starf sem ég veit að ég get látið gott af mér leiða í. Og ef að stjórnmálin falla undir þá skilgreiningu þá get ég sagt að það sé draumastarfið.cKristbjörg segir skorta fyrirmyndir í stjórnmálum. „Ég á enga fyrirmynd í íslenskum stjórnmálum. Ég tengi ekki við neinn íslenskan stjórnmálamann. Því þeir tengja ekki við mig og mína fjölskyldu eða mitt hverfi. Sýna því enga athygli.“ Kristbjörg Eva hefur komið þrisvar til Ekvador. „Að vera í Ekvador er eins og að vera í öðrum heimi. Þar eru eyðimerkur og regnskógar. Menningin og mannlífið iðar hreinlega. Þar er mikil fátækt. Bilið á milli þeirra ríku og fátæku er rosalegt,“ segir Kristbjörg Eva. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Kristbjörg Eva Andersen Ramos er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í Reykjavík og er yngst á lista, aðeins 21 árs gömul. Móðir hennar, Ines Maria, flutti til Íslands frá Ekvador fyrir 27 árum. „Mamma var gift manni sem tók þátt í róttækustu byltingu sem hefur átt sér stað í Ekvador. Hann var sendur í útlegð og mamma stóð ein eftir með son þeirra,“ segir Kristbjörg Eva frá um rætur sínar. Móðir hennar náði að klára háskólanám sitt í Ekvador en ákvað að leita tækifæra á Íslandi. „Til að fá betri atvinnu, tækifæri og betra líf. Það er ekkert líf að lifa í endalausri fátækt,“ segir hún og segir fátækt í Ekvador sárafátækt. Sem ekki hafi verið mögulegt að vinna sig upp úr. „Hún flutti hingað ein og fann sér vinnu. Henni fannst ganga vel, en var í raun beitt miklu óréttlæti. Hún vissi ekki um réttindi sín. Það tók töluverðan tíma fyrir hana að finna út úr því hvaða réttindi hún átti á íslenskum vinnumarkaði. Hún var bara svo ánægð að geta unnið fyrir sér. Hún þurfti líka að læra íslensku upp á eigin spýtur, eins og flestir aðrir á þessum tíma. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hana. Hún gerði þetta fyrir son sinn sem hún skildi eftir í heimalandinu,“ segir Kristbjörg Eva.Bróðir hennar, Alex Santiago, kom til Íslands fjórum árum seinna. „Hann fer beint í skóla og fær íslenskukennslu og ágæta aðstoð. Mamma og pabbi kynntust hjá Hjálpræðishernum þar sem þau unnu. Mömmu tókst svo að kaupa íbúð í Breiðholtinu og fjölskyldan flutti þangað. Svo fæddist ég,“ segir Kristbjörg Eva. Hvernig er það að vera Íslendingur af erlendum uppruna? „Eftir því sem ég varð eldri þá uppgötvaði ég betur og betur hvernig kerfið lítur á innflytjendur. Sem afgangsstærð. Kerfið hefur verið óréttlátt og lífsskilyrði margra sem hafa flust hingað og unnið hörðum höndum hafa verið erfið. Margt hefur batnað, en margt hefur versnað. Það er meiri hjálp í boði, en hún er fyrir útvalinn hóp. Útlendingastofnun bregst til dæmis stórum hópi sem hingað leitar eftir hjálp. Hælisleitendur búa við ömurlegar aðstæður. Geta ekki fengið heimsóknir og fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Sem samfélagi ber skylda til að veita. Það er skammarlegt,“ segir Kristbjörg Eva. „Ég er viss um að ef mamma mín og fleiri hefðu fengið betri aðstoð, hjálp og ráð, þá væru þau á betri stað andlega. Þess í stað voru þau einangruð. Í felum. Þannig er það oft í dag líka, sérstaklega á það við um innflytjendur sem eru að koma úr erfiðum aðstæðum.“Kristbjörg Eva segist hafa upplifað fordóma . „Fordómarnir voru bæði gagnvart mér og mínum kynþætti. Ég man eftir því að hafa gengið úti á götu og þá fóru krakkar að herma eftir öpum. Eða kalla mann illum nöfnum. Sem lítið barn á ekki að þurfa að heyra. Mamma lenti oft í þessu. Í strætó, úti á götu,“ segir Kristbjörg Eva sem segir áhrif slíkra fordóma leggjast þungt á sálina. „Í dag er fólk auðmýkra. Meðvitaðra. En samt vantar mikið upp á, fordómar eru víða í samfélaginu,“ segir Kristbjörg Eva og segir birtingarmyndirnar margvíslegar. Hún upplifði líka mikið efnahagslegt óöryggi. „Við unnum öll mikið til að hafa í okkur og á. Ég þurfti að fara að vinna um leið og ég gat. Og fannst það sjálfsagt. Ég var fjórtán ára gömul í garðyrkjuvinnu á vegum Reykjavíkurborgar, það var lítill peningur en hann hjálpaði samt foreldrum mínum sem þurftu hverja krónu. Það var farið mjög sparlega í það hvað var keypt í matinn og við eyddum ekki í okkur sjálf,“ segir Kristbjörg Eva. „Mamma vann mest, eins og brjálæðingur. Bróðir minn vann sem pitsusendill. Mömmu fannst mikilvægt að við ynnum með skóla. Hún þurfti sjálf að gera það sem ung stúlka. Hún ólst auðvitað upp í sárafátækt. Sem við þekkjum ekki hér á Íslandi. Hér er fátækt. En það er öðruvísi fátækt. Að fá að vinna er fyrir mömmu ákveðin lífsgæði,“ segir Kristbjörg Eva. „Mamma var einbeitt í því að gefa okkur betri framtíð og betra líf en hún átti sjálf. Hún varði okkur því oft fyrir því óréttlæti sem hún varð fyrir hér á landi.“Kristbjörg Eva segir Breiðholtið einna vanræktasta hverfi borgarinnar. „Það eru svæði í Breiðholti sem þurfa á lagfæringu að halda. Það þarf að spýta í lófana og bæta þjónustu við þá hópa sem búa við bág kjör. Ég væri til í að sjá menninguna blómstra, því í Breiðholti búa svo margir kraftmiklir einstaklingar sem eiga að fá aukinn aðgang að ákvarðanatöku í málefnum borgarinnar. Hingað til hefur áherslan verið á það að láta Breiðholtið líta vel út á yfirborðinu. Með því að mála veggi á blokkum hér og þar á listrænan hátt. Þegar fólkið í mörgum þessara blokka á ekki fyrir brýnustu nauðsynjum fyrir sig og sína þá væri fjármagni borgarinnar betur varið í að aðstoða það fólk. Ef valið stendur á milli þess að gera málverk á blokkir eða hjálpa íbúunum er í mínum huga augljóst hvorn kostinn á að velja. Og ég er viss um hvað íbúarnir myndu velja, ef þeir hefðu val.“ Kristbjörg Eva kláraði stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. „Ég vissi alltaf að ég vildi gera eitthvað tengt stjórnmálum. Sjálfsagt tengist það upprunanum og sögu Ekvador. Byltingar, mótmæli, kröfugöngur. Mig langar til þess að taka þátt í samfélaginu og hjálpa þeim sem minna mega sín,“ segir Kristbjörg Eva. Eru þá stjórnmálin draumastarfið? „Draumastarfið mitt er það starf sem mér líður vel í, starf sem ég veit að ég get látið gott af mér leiða í. Og ef að stjórnmálin falla undir þá skilgreiningu þá get ég sagt að það sé draumastarfið.cKristbjörg segir skorta fyrirmyndir í stjórnmálum. „Ég á enga fyrirmynd í íslenskum stjórnmálum. Ég tengi ekki við neinn íslenskan stjórnmálamann. Því þeir tengja ekki við mig og mína fjölskyldu eða mitt hverfi. Sýna því enga athygli.“ Kristbjörg Eva hefur komið þrisvar til Ekvador. „Að vera í Ekvador er eins og að vera í öðrum heimi. Þar eru eyðimerkur og regnskógar. Menningin og mannlífið iðar hreinlega. Þar er mikil fátækt. Bilið á milli þeirra ríku og fátæku er rosalegt,“ segir Kristbjörg Eva.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira