Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn: „Þetta er orðið hluti af leiknum í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2018 15:52 Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn. pjetur Sigurðsson Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Akureyrarvöllur heitir nú Greifavöllurinn. Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús gerðu á dögunum með sér samning um að heimavöllur KA í Pepsi-deild karla muni bera nafnið Greifavöllurinn en veitingastaðurinn stendur ská á móti vellinum. Samningurinn er til tveggja ára, út þetta tímabil og næsta. Völlurinn, sem stendur við Glerárgötu, er í eigu Akureyrarbæjar en KA gerði rekstrarsamning við bæinn og mun sjá um allan rekstur til ársins 2022 og er því frjálst að breyta nafninu. Styrkurinn frá Greifanum rennur til liða innan KA sem spila á vellinum en það er einkum meistaradeild karla.Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segist vera meðvitaður um að Akureyringum gæti þótt breytingin erfið en bætir við að það sé orðið viðtekin venja að nefna íþróttavelli og hallir í höfuðið á helstu styrktaraðilum. Það sé af sem áður var þegar íþróttafélög hafi „fengið eitthvað fyrir ekkert“. „Við erum að sjá rótgróna velli eins og Hlíðarenda verða að Origo vellinum og KR heimilið verða að DHL höllinni og svo framvegis. Þetta er liður í því að fjármagna okkar rekstur og bærinn er örugglega guðs lifandi feginn ef við getum gert eitthvað svona til að þurfa ekki að banka upp á hjá þeim og biðja um einhverjar krónur og aura,“ segir Sævar sem bætir við að þetta sé „bara orðinn „business“ hvort sem manni líki það betur eða verr“. Hann segir að nafni Greifans sé komið á framfæri á öllum viðburðum sem tengjast vellinum með þessu móti. „Það er ákveðið „value“ sem við höfum og þeir vilja borga fyrir og fá,“ segir Sævar. Sævar segir að KA sé í viðræðum við Akureyrarbæ um að færa keppnisaðstöðuna „upp á brekku“ eins og Akureyringar kalla svæðið. Stjórn KA vonast til þess að nýtt mannvirki verði byggt upp á næstu árum á KA svæðinu. Fari stjórnin þá leið að nefna völl eða KA-heimilið í höfuðið á tilteknum styrktaraðila þá segir Sævar að það verði passað upp á jafna skiptingu fjármagnsins hvað varðar íþróttir, flokka og kyn. „Maður sér alveg eftir gömlu nöfnunum, að fara í heimsókn á Hlíðarenda eða á Akureyrarvöll eða hvernig sem það er en þetta er orðið hluti af leiknum í dag.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira