Vaxandi öfgar í veðurfari á Íslandi verði ekkert að gert Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:45 Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn
Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00