Vísar ásökunum Þóru algjörlega á bug Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 18:06 Mynd tengist frétt ekki. Vísir/Getty Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30