Vísar ásökunum Þóru algjörlega á bug Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 18:06 Mynd tengist frétt ekki. Vísir/Getty Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira
Þórður Lárusson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, segir ásakanir Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla síðdegis.Þóra flutti í gær erindi á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykjavík. Þar segir hún Þórð Lárusson meðal annars hafa verið ölvaðan í landsliðsverkefnum og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín.Segist aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu „Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.“ kemur fram í tilkynningu Þórðs. „Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug aðreyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.“Ætlar ekki að tjá sig frekar Þórður segir að sér sé misboðið og að „vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.“ „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.“ Að lokum segist Þórður ekki ætla tjá sig frekar um þetta mál. Lesa má yfirlýsing Þórðar í heild sinni hér að neðan:Til þeirra sem málið varðar Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.Þórður Georg Lárusson
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30