Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 08:29 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Farbanni Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur hefur verið aflétt og er nú byrjað að undirbúa flutning hennar til Íslands. MBL sagði fyrst frá. Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að þetta sé mikill léttir. Sunna Elvíra verður flutt hingað með sjúkraflugi og segir Páll að hún voni að það verði sem allra fyrst. „Ég veit voða lítið annað en að það er búið að sleppa henni og það virðist vera búið að loka málinu hvað hana varðar,“ segir Páll í samtali við Vísi. Lögreglan á Spáni hefur því aflétt farbanninu. „Næstu skref eru að klára flutninginn heim.“ Páll segir að það sé erfitt að segja nákvæmlega hvaða dag Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi. „Bara eins fljótt og hægt er, fyrr en seinna“ Fjölskylda Sunnu Elvíru er nú hjá henni á Spáni og er verið að gera ráðstafanir varðandi það núna. „Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á hana. Hún er í ágætis yfirlæti þarna í dag en þetta er fyrst og fremst bara andlegt því að hún vill komast heim.“Óvissan var erfið Mál Sunnu Elvíru hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst, hún hefur nú verið úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands eftir að hún slasaðist vegna gruns um aðild að „Skáksambandsmálinu“ svokallaða og var Sunna Elvíra sett í farbann í kjölfarið. Páll segir að þessar fréttir hafi verið mikill léttir fyrir Sunnu Elvíru og hennar nánustu. „Líka varðandi óvissu um réttarstöðu og annað slíkt, að það sé búið að loka málinu hvað hana varðar. Að því leytinu til virðist hún ekki haft neina aðkomu að þessu máli.“ Þegar Sunna Elvíra kemur til Íslands verður hún flutt strax á sjúkrahús og mun halda áfram með sína endurhæfingu. „Hún hefur alltaf verið í sambandi við íslenska lækna og nú taka þeir bara við.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 „Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Íslensk lögregluyfirvöld bíða enn eftir svari frá Spáni vegna rannsóknar á máli Sunnu Elvíru. 26. mars 2018 10:56
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20