„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein“ Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:45 Ræða Argento vakti mikla athygli á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Vísir/Getty Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Hún segir hátíðina hafa verið verið veiðilendu fyrir framleiðandann. „Árið 1997 var mér nauðgað af Harvey Weinstein hér í Cannes. Ég var 21 árs. Þessi hátíð var veiðilenda fyrir hann“ sagði leikkonan, og sagðist vona að framleiðandinn yrði aldrei velkominn á hátíðina aftur. Hann ætti að lifa í skömm og vera útskúfaður af samfélaginu sem áður hélt um hann. Argento hefur sakað framleiðandann um að hafa nauðgað sér þegar hún var við tökur á myndinni „B. Monkey“ árið 1998. Árásin hafi átt sér stað í hótelherbergi Weinstein, og eftir árásina hafi þau átt í kynferðislegu sambandi því hún óttaðist að hann myndi eyðileggja feril hennar. Asia Argento speaks at the Cannes closing ceremony: "In 1997, I was raped by Harvey Weinstein here at Cannes. I was 21 years old. This festival was his hunting ground. I want to make a prediction: Harvey Weinstein will never be welcomed here ever again.”pic.twitter.com/IwAPte4xmU — sara yasin (@sarayasin) 19 May 2018 Hún sagði að sögur margra ættu enn eftir að heyrast, og í áhorfendasalnum væru aðilar sem hefðu brotið gegn konum. „Meira að segja í kvöld, á meðal ykkar, sitja gerendur sem eiga eftir að gangast við brotum sínum og hegðun sem á ekki heima í þessum iðnaði. Þið vitið hverjir þið eruð, en það sem mikilvægara er, við vitum hverjir þið eruð.“ Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Hún segir hátíðina hafa verið verið veiðilendu fyrir framleiðandann. „Árið 1997 var mér nauðgað af Harvey Weinstein hér í Cannes. Ég var 21 árs. Þessi hátíð var veiðilenda fyrir hann“ sagði leikkonan, og sagðist vona að framleiðandinn yrði aldrei velkominn á hátíðina aftur. Hann ætti að lifa í skömm og vera útskúfaður af samfélaginu sem áður hélt um hann. Argento hefur sakað framleiðandann um að hafa nauðgað sér þegar hún var við tökur á myndinni „B. Monkey“ árið 1998. Árásin hafi átt sér stað í hótelherbergi Weinstein, og eftir árásina hafi þau átt í kynferðislegu sambandi því hún óttaðist að hann myndi eyðileggja feril hennar. Asia Argento speaks at the Cannes closing ceremony: "In 1997, I was raped by Harvey Weinstein here at Cannes. I was 21 years old. This festival was his hunting ground. I want to make a prediction: Harvey Weinstein will never be welcomed here ever again.”pic.twitter.com/IwAPte4xmU — sara yasin (@sarayasin) 19 May 2018 Hún sagði að sögur margra ættu enn eftir að heyrast, og í áhorfendasalnum væru aðilar sem hefðu brotið gegn konum. „Meira að segja í kvöld, á meðal ykkar, sitja gerendur sem eiga eftir að gangast við brotum sínum og hegðun sem á ekki heima í þessum iðnaði. Þið vitið hverjir þið eruð, en það sem mikilvægara er, við vitum hverjir þið eruð.“
Cannes MeToo Mál Harvey Weinstein Frakkland Tengdar fréttir Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27