Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fara ört fjölgandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Andrzej stodulski flutti til Íslands árið 2006 til að vinna. Vísir/Skjáskot Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Öldruðum innflytjendum á Íslandi mun fjölga ört á næstu áratugum en um er að ræða afar jaðarsettan hóp sem oft býr við skert lífeyrisréttindi að sögn félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Eldri innflytjandi sem hefur um 120 þúsund í mánaðartekjur segir að bæta mætti upplýsingagjöf um þau réttindi og þjónustu sem þessum hópi standi til boða. Samkvæmt tölum Hagstofunar eru rétt rúmlega þrjú þúsund innflytjendur á aldrinum 60-100 ára búsettir á Íslandi sem koma frá yfir 100 löndum. Flestir þeirra komu hingað til lands til að sameinast fjölskyldu og hafa margir búið á Íslandi í svo skamman tíma að þeir eiga takmarkaðan lífeyris- og bótarétt og eru margir háðir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. „Í dag er þetta í raun og veru lítill hópur, aldraðir af erlendum uppruna, en í framtíðinni er þetta hópur sem á eftir að fara ört stækkandi. Það hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, hingað streymir fólk alls staðar að úr heiminum sem ætlar að setjast hérna að, þannig að við þurfum að huga að þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þessari þróun verði að bregðast við enda sé um einstaklega viðkvæman hóp að ræða. „Þetta er jaðarsettur, viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að og veita þjónustu út frá því, því að þau eru líka einangruð, við vitum að það eru margir einangraðir þarna úti," segir Edda. Pólskur maður sem kom hingað til lands árið 2006 segist vera heppnari en margir aðrir í hans stöðu. „Ég er að leigja herbergi í miðbænum, það er lítið herbergi, 3x4 metar og það er uppi á háalofti og ég borga fyrir það 50 þúsund á mánuði. Svo eftir það á ég í kringum 70 þúsund til að lifa af en þarf samt að spara því ég er listamaður og þarf peninga til að kaupa hluti til að skapa,“ segir Andrzje Stodulski, en hann deildi reynslu sinni á málþingi um stöðu eldra fólks af erlendum uppruna sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hann lætur aftur á móti vel af reynslu sinni af íslensku velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu en hann greindist með krabbamein nokkrum árum eftir að hann fluttist hingað til lands. Helst mætti þó bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem standi til boða.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira