Heimsfrægar erótískar teikningar af karlmönnum til sýnis í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 20:30 Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira