Heimsfrægar erótískar teikningar af karlmönnum til sýnis í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 20:30 Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira