Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag. Þar munu íbúar eyjarinnar hittast og minnast þeirra þriggja sem fórust í slysi á Árskógasandi síðastliðinn föstudag.
Um var að ræða par og ungt barn þeirra. Bíll þeirra fór fram af bryggjunni á Árskógssandi um klukkan hálf sex á föstudag. Voru þau flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem þau voru úrskurðuð látin.
Voru þau búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð.
