Rappar með sveitinni Pöndunum 17. desember 2017 10:15 Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka. Krakkar Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka.
Krakkar Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira