Rappar með sveitinni Pöndunum 17. desember 2017 10:15 Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. Vísir/Vilhelm Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka. Krakkar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Hinn ellefu ára Arnaldur Halldórsson sló í gegn sem jólastjarna á jólatónleikum Björgvins. En hvernig leið honum á sviðinu í Hörpu? Mjög vel og það var gaman að syngja fyrir allt fólkið. Stemmningin í hópnum varlíka gríðarlega góð en oft var kvartað yfir því að við krakkarnir hefðum of hátt. Var þetta eins og þú reiknaðir með? Nei, allt var miklu stærra og flottara en ég átti von á. Ég vissi heldur ekki að við krakkarnir yrðum strax svona góðir vinir. Vonandi hitti ég þá fljótt aftur. Hvaða lög söngst þú? Ég söng Dag einn um Jólin sem er íslenska útgáfan af Someday at Christmas eftir Stevie Wonder. Svo sungum við jólastjörnurnar lagið „Nei, nei, ekki um jólin“ með kónginum sjálfum, Bó. Hefur þú sungið opinberlega áður? Ég var í Sönglist í tvö ár og þar komum við fram á sýningum fyrir ættingja og vini. Síðan fórum við nokkrir vinir um daginn á elliheimilið á Seltjarnarnesi og sungum fyrir eldri borgarana. Svo er ég í rapphljómsveitinni Pöndurnar en við erum ennþá bara á Youtube. Ferðu oft á tónleika? Nei ekki oft en ég fór á Justin Bieber og það er eftirminnilegt. Svo sá ég Zöru Larsson, það var ekki jafn spennandi. Hlustar þú mikið á tónlist? Ég hlusta á tónlist alla daga og fíla rapp, popp og rólegt. Annars hef ég mest verið að hlusta á jólalög síðustu vikur Átt þú þér eftirlætis tónlistarmann/konu? Ég held mest upp á JóaPé og Króla í rappinu og Ed Sheeran í poppinu. Svo er Páll Óskar frábær og það var gaman að syngja með honum í Hörpu. Hver eru helstu áhugamálin? Að leika, syngja og dansa. Í augnablikinu er söngurinn númer eitt. En skemmtilegast er að blanda þessu öllu saman eins og gert er í söngleikjum. Ég er líka í stökkfimleikum hjá Gróttu og mér finnst alltaf gaman að leika við vini mína. Hvað langar þig að verða? Mig dreymir um að verða leikari, dansari, söngvari og rappari. Kannski líka útvarpsmaður. Hvað finnst þér best við jólin? Kærleikurinn. Síðan elska ég smákökurnar sem ömmur mínar baka.
Krakkar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira