Hafþór hyggst kæra en hvern er ekki vitað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2017 15:10 Lögmaður Hafþórs Júlíusar segir að verið sé að vinna í kærum á hendur þeim sem sett hafa fram ásakanir á hendur honum. Á myndinni er Hafþór með hund sem hann segir ástæðu ágreinings hans við þá konu sem lagt hefur fram kæru á hendur honum. Til hægri er Thelma Björk Steimann barnsmóðir Hafþórs. Hafþór Júlíus Björnsson kraftajötunn mun bregðast við þeim ásökunum sem hann stendur nú frammi fyrir, þá með kærum en ekki liggur nákvæmlega fyrir gagnvart hverjum þá. Þetta segir lögmaður Hafþórs í samtali við Vísi. „Já, það verða örugglega lagðar fram kærur. En, hvernig að því verður staðið, það er í vinnslu. Rykið er ekki sest ennþá. Menn eru rétt að jafna sig á þessum ósköpum, sérstaklega þessu viðtali við barnsmóður hans um helgina. Þetta er nú ekki gaman fyrir neinn að fá á sig svona nokkuð,“ segir Kjartan Ragnars, lögmaður Hafþórs.Hafþór vísar ásökunum um ofbeldi á bug Umræddar kærur munu þá væntanlega beinast að þeim sem sett hafa fram ásakanir á hendur Hafþóri, blaðamönnum og fjölmiðlum sem greint hafa frá málinu. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Hafþór Júlíus um heimilisofbeldi. Ein kæra liggur fyrir en viðtal Snærósar Sindradóttur við barnsmóður hans, sem birtist á Vísi um helgina, hefur vakið mikla athygli. Sjálfur vísar Hafþór Júlíus þessum ásökunum alfarið á bug og kannast ekki við að hafa beitt neina unnustu sína ofbeldi. Kjartan lögmaður vísar til Facebook-færslu Hafþórs þar sem hann gerir grein fyrir því hvernig málið horfir við sér. Vísir greindi frá þessu um helgina. Kjartan segir skjólstæðing sinn að sönnu kannast við það að þeim, honum og barnsmóðurinni, hafi komið illa saman og rifist sem hundur og köttur, en ekkert liggi fyrir um ofbeldi, engar skýrslur né nein vitni.Engum styrktarsamningum rift „Annars kemur þetta allt fram í Facebookfærslu Hafþórs. Hann á ekki gott með að segja meira í bili. Hann er í deilum við þessa barnmóður sína sem skrúfaði fyrir umgengni hans við barnið. Málið í þessu er að helsta fórnarlambið er átta ára gamalt barn í Kaupmannahöfn. Það finnst mér verst í þessu máli öllu,“ segir Kjartan og biðlar til þeirra sem um málið fjalla og tjá sig að sýna nærgætni. Morgunblaðið sagði af því í morgun að styrktarsamningar í að minnsta tveggja fyrirtækja við Hafþór Júlíus væru til skoðunar í kjölfar þessa máls. Er fiskverslunin Hafið og veitingastaðurinn Gló nefndir í því samhengi. Kjartan segir að engum styrktarsamningum hafi verið sagt upp eða rift. Hafþór Júlíus hefur ekki fengið neinar tilkynningar um neitt slíkt. „Það er það eina sem ég get sagt að svo stöddu,“ segir Kjartan. Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03 Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að gefa væntanlegt verðlaunafé til góðs málstaðar. 16. júní 2017 11:39 Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 WOW air fjarlægir auglýsingu fyrirtækisins sem sýnir Hafþór Júlíus Auglýsing var fjarlægð eftir að ábending barst fyrirtækinu á Twitter þar sem WOW air var hvatt til að grípa við keflinu eftir umfjöllun Fréttablaðsins um fortíð Hafþórs. 25. júní 2017 11:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson kraftajötunn mun bregðast við þeim ásökunum sem hann stendur nú frammi fyrir, þá með kærum en ekki liggur nákvæmlega fyrir gagnvart hverjum þá. Þetta segir lögmaður Hafþórs í samtali við Vísi. „Já, það verða örugglega lagðar fram kærur. En, hvernig að því verður staðið, það er í vinnslu. Rykið er ekki sest ennþá. Menn eru rétt að jafna sig á þessum ósköpum, sérstaklega þessu viðtali við barnsmóður hans um helgina. Þetta er nú ekki gaman fyrir neinn að fá á sig svona nokkuð,“ segir Kjartan Ragnars, lögmaður Hafþórs.Hafþór vísar ásökunum um ofbeldi á bug Umræddar kærur munu þá væntanlega beinast að þeim sem sett hafa fram ásakanir á hendur Hafþóri, blaðamönnum og fjölmiðlum sem greint hafa frá málinu. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Hafþór Júlíus um heimilisofbeldi. Ein kæra liggur fyrir en viðtal Snærósar Sindradóttur við barnsmóður hans, sem birtist á Vísi um helgina, hefur vakið mikla athygli. Sjálfur vísar Hafþór Júlíus þessum ásökunum alfarið á bug og kannast ekki við að hafa beitt neina unnustu sína ofbeldi. Kjartan lögmaður vísar til Facebook-færslu Hafþórs þar sem hann gerir grein fyrir því hvernig málið horfir við sér. Vísir greindi frá þessu um helgina. Kjartan segir skjólstæðing sinn að sönnu kannast við það að þeim, honum og barnsmóðurinni, hafi komið illa saman og rifist sem hundur og köttur, en ekkert liggi fyrir um ofbeldi, engar skýrslur né nein vitni.Engum styrktarsamningum rift „Annars kemur þetta allt fram í Facebookfærslu Hafþórs. Hann á ekki gott með að segja meira í bili. Hann er í deilum við þessa barnmóður sína sem skrúfaði fyrir umgengni hans við barnið. Málið í þessu er að helsta fórnarlambið er átta ára gamalt barn í Kaupmannahöfn. Það finnst mér verst í þessu máli öllu,“ segir Kjartan og biðlar til þeirra sem um málið fjalla og tjá sig að sýna nærgætni. Morgunblaðið sagði af því í morgun að styrktarsamningar í að minnsta tveggja fyrirtækja við Hafþór Júlíus væru til skoðunar í kjölfar þessa máls. Er fiskverslunin Hafið og veitingastaðurinn Gló nefndir í því samhengi. Kjartan segir að engum styrktarsamningum hafi verið sagt upp eða rift. Hafþór Júlíus hefur ekki fengið neinar tilkynningar um neitt slíkt. „Það er það eina sem ég get sagt að svo stöddu,“ segir Kjartan.
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03 Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að gefa væntanlegt verðlaunafé til góðs málstaðar. 16. júní 2017 11:39 Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 WOW air fjarlægir auglýsingu fyrirtækisins sem sýnir Hafþór Júlíus Auglýsing var fjarlægð eftir að ábending barst fyrirtækinu á Twitter þar sem WOW air var hvatt til að grípa við keflinu eftir umfjöllun Fréttablaðsins um fortíð Hafþórs. 25. júní 2017 11:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið hefur birt færslu á Facebook þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. 24. júní 2017 19:03
Fjallið hvatt til að styrkja Kvennaathvarfið Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að gefa væntanlegt verðlaunafé til góðs málstaðar. 16. júní 2017 11:39
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00
WOW air fjarlægir auglýsingu fyrirtækisins sem sýnir Hafþór Júlíus Auglýsing var fjarlægð eftir að ábending barst fyrirtækinu á Twitter þar sem WOW air var hvatt til að grípa við keflinu eftir umfjöllun Fréttablaðsins um fortíð Hafþórs. 25. júní 2017 11:49