Nóg að gerast í eldhúsinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. febrúar 2017 10:30 Það er ýmislegt á leiðinni frá Sturlu Atlas og félögum á næstunni. Mynd/Kjartan Hreinsson Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira