Nóg að gerast í eldhúsinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. febrúar 2017 10:30 Það er ýmislegt á leiðinni frá Sturlu Atlas og félögum á næstunni. Mynd/Kjartan Hreinsson Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Sturla Atlas sendir frá sér nýtt lag í dag og er það fyrsta smáskífan af nýrri plötu sem kemur út um miðjan mars. Laginu fylgir myndband og er þetta allt saman afrakstur síðustu mánaða í nýja stúdíóinu þeirra en myndbandið er allt saman framleitt í því. „Við byrjuðum að smíða okkur nýtt stúdíó í ágúst, minnir mig, og gátum farið að nota það í nóvember. Þá fórum við að vinna í nýrri plötu, sem kemur út núna 16. mars. Við erum búnir að vinna í þessu síðasta mánuðinn. Þetta voru ég, Sveinbjörn Hermigervill og Arnar Ingi sem erum búnir að vera að stýra upptökum,“ segir Logi Pedro Stefánsson, upptökustjóri og tónlistargúrú, sem er einn heilinn bak við Sturla Atlas-verkefnið – en Sturla gefur í dag út nýtt lag og myndband sem líta má á sem upphitun fyrir plötuna sem kemur núna út um miðjan mánuðinn. Sturla gaf síðast út plötuna Season 2 síðasta sumar en það var þriðja plata hans, eða þeirra – fer eftir því hvernig litið er á málið. Áður höfðu komið út plöturnar Love Hurts og These Days en þær komu báðar út árið 2016. „Það sem gerist þegar við erum að smíða stúdíóið er að við smíðum líka skrifstofurými. Þar fáum við klippara og myndatökumann sem vinna vídeóið við lagið. Jóhann – Joey, leikstýrir myndbandinu, Andri sem leigir með okkur skrifborð sér um að munda myndavélina og svo er það Ágúst Elí sem klippir. Þannig að þetta er allt gert hérna „in house“,“ segir Logi aðspurður hverjir komi að myndbandinu.Hver er sagan bak við lagið – er þetta gamli góði Sturla eða er um einhverja nýja stefnu að ræða? „Þetta lag er fyrir okkur eins mikið Sturla Atlas og Sturla Atlas verður. Arnar Ingi byrjaði að semja lagið fyrir nokkrum mánuðum og ég var í Tókýó að vinna á þeim tíma – svo kem ég heim og heyri lagið, þá er það bara undirspil sem er rosalega hægt, það er svona „chopped up not slopped up“ dæmi. Ég hraðaði því um helming, byrja að koma með sönglínur og þannig – síðan skiptum við út öllum hljóðborðum og því og þetta lag bara liggur í desember. Við negldum þetta frekar fljótt.“ Sturla Atlas hefur ekki alltaf einungis verið í tónlistinni – hönnun hefur verið áberandi hjá þeim drengjum og til að mynda hefur verið hannað buff, vatnsflöskur og fatnaður undir merkjum Sturlu Atlas.Má búast við einhverju slíku í tengslum við þessa nýju plötu? „Við gefum plötuna eða mixteipið í „physical formatti“ sem verður mjög sérstakt – en ég má ekki tjá mig um það strax því að það verður partur af HönnunarMars. En eins og við segjum eru hlutirnir „cooking“ – það er eitthvað í gangi í eldhúsinu. Við erum líka samhliða þessu að gera verkefni með 66°Norður sem við erum búnir að vera að pæla í síðasta mánuðinn. Þetta verður alveg ný nálgun á þetta. Við verðum með heilgalla, flíspeysujakka með bróderingu framan á, merki á ermunum og fleira – og hanska, við gerðum hanska. Það kemur allt út á föstudaginn.“ Ýmislegt á döfinni hjá Sturla Atlas, greinilega. Þeir hafa verið mjög duglegir að koma fram upp á síðkastið og hafa spilað á öllum helstu stöðunum hér á landi, voru til að mynda að spila á Sónar-hátíðinni og spiluðu í Bretlandi í janúar. Sturla Atlas spilar á The Great escape hátíðinni í Brighton í maí.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira