„Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Sigríður og Tótla eiga saman tvær dætur. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira