Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. Fjallað var breytinguna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Lengsti malarkafli hringvegarins, 24 kílómetra langur, liggur um Breiðdal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. En á miðnætti hættir þessi kafli að vera hluti hringvegarins, sem allt frá því hann opnaðist árið 1974 hefur verið ókrýndur konungur íslenskra þjóðvega, enda með númerið eitt. Það er nefnilega verið að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur. Frá og með morgundeginum mun hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missir þjóðveganúmer 1. Gula lína sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Það er í raun ekki verið að breyta neinu nema vegnúmerum, sem þó kostar milli átta og tólf milljónir króna. Breytingunni er samt ætlað að beina ferðamönnum, sem aka eftir vegnúmerum, frá því að leggja á Breiðdalsheiði að vetrarlagi, og er þannig líkleg til þess að auka ferðamannaumferð í gegnum þorpin á fjörðunum. Hringvegurinn lengist við þetta um tæpa tíu kílómetra, og verður 1341 kílómetri, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Og við það að strika yfir Breiðdalsheiðina styttast malarkaflar hringvegarins úr 32 kílómetrum niður í átta. Malbikshlutfallið á þjóðvegi númer eitt hækkar við þetta úr 97,6 prósentum upp í 99,4 prósent.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði var lengsti malarkafli hringvegarins. Með því að fella þennan 24 km kafla út verða aðeins átta kílómetrar eftir ómalbikaðir af hringveginum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stærstu tíðindi morgundagsins í vegamálum Austfirðinga eru hins vegar opnun Norðfjarðarganga en vegna þeirra verða hátíðahöld alla helgina í Fjarðabyggð. Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. Fjallað var breytinguna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Lengsti malarkafli hringvegarins, 24 kílómetra langur, liggur um Breiðdal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. En á miðnætti hættir þessi kafli að vera hluti hringvegarins, sem allt frá því hann opnaðist árið 1974 hefur verið ókrýndur konungur íslenskra þjóðvega, enda með númerið eitt. Það er nefnilega verið að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur. Frá og með morgundeginum mun hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missir þjóðveganúmer 1. Gula lína sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Það er í raun ekki verið að breyta neinu nema vegnúmerum, sem þó kostar milli átta og tólf milljónir króna. Breytingunni er samt ætlað að beina ferðamönnum, sem aka eftir vegnúmerum, frá því að leggja á Breiðdalsheiði að vetrarlagi, og er þannig líkleg til þess að auka ferðamannaumferð í gegnum þorpin á fjörðunum. Hringvegurinn lengist við þetta um tæpa tíu kílómetra, og verður 1341 kílómetri, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Og við það að strika yfir Breiðdalsheiðina styttast malarkaflar hringvegarins úr 32 kílómetrum niður í átta. Malbikshlutfallið á þjóðvegi númer eitt hækkar við þetta úr 97,6 prósentum upp í 99,4 prósent.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði var lengsti malarkafli hringvegarins. Með því að fella þennan 24 km kafla út verða aðeins átta kílómetrar eftir ómalbikaðir af hringveginum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stærstu tíðindi morgundagsins í vegamálum Austfirðinga eru hins vegar opnun Norðfjarðarganga en vegna þeirra verða hátíðahöld alla helgina í Fjarðabyggð.
Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17