Lífið

Tryggvi setti upp forsetabuffið

Guðný Hrönn skrifar
Tryggvi setti upp buff, Áslaugu Maríu Katrínu og Ingu til mikillar gleði.
Tryggvi setti upp buff, Áslaugu Maríu Katrínu og Ingu til mikillar gleði.
Viðburðastýrurnar Dagmar Haraldsdóttir og Sandra Ýr Dungal hafa tekið höndum saman og stofnað viðburðafyrirtækið Concept Events og í tilefni þess héldu þær skemmtilegt opnunarpartý á Pedersen svítunni í Gamla bíói í gær. Það var mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Leikarinn Tryggvi Rafnsson, sem lék forseta Íslands svo vel í áramótaskaupinu, lét sig ekki vanta og skellti að sjálfsögðu upp forsetabuffi.

Regína Ósk hélt svo uppi stuðinu og tók nokkur lög fyrir viðstadda. 

Þess má geta að Concept Events mun bjóða upp á viðburðatengda þjónustu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og áhugasamir geta haf samband í gegnum vef fyrirtækisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.