Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 20:30 Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira